<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 31, 2004

Nú ætla ég að linka á Atla Má því að bloggið hans er fyndið og hann semur skemmtileg ljóð.


sunnudagur, maí 30, 2004

-Nú á ég fullt af úrvals kartöflum (dararara). Best þær bragðast soðnar potti í (bammbammbamm). Gular, rauðar, sumar á særð við haus!
Úff, þetta þurfti ég aldrei að gera hjá Múfasa.
-HVAÐ SAGÐURU??!?
-Öh ég sagði, engan asa herra.
-ÉG VIL ALDREI HEYRA NAFN HANS Í MÍNUM HÚSUM. ÉG ER KÓNGURINN!! ÉG ER KÓÓÓNGURINN!!!!!!!!



Já valdasýkin býr um sig í hjörtum bæði manna og dýra.

Tveir dagar þangað til ég á afmæli.

föstudagur, maí 28, 2004

Ég hlýt að vera með sorglegustu manneskjum á plánetunni.
Plönin mín í dag voru að leika við litla frænda minn því mamma hans átti það inni hjá mér eftir allt saumeríið sem hún hjálpaði mér með. Síðan þegar ég var að fara hringdi hann í mig og sagði mér að hann ætlaði frekar að leika við vin sinn. Sjö ára barn beilaði á mér. Katrín, taktu þér tak!

Og já, ég á afmæli á þriðjudaginn. 1. júní. Vei.


Ég fór aftur í vinnuna í dag...eins og svo margir aðrir. Síðan heimsótti ég Helgu sem rak mig fljótlega heim, harkalega.

Ég er að fara í bíltúr. Ég fer oft í bíltúr á næturnar (samt er ég hvorki með bíl né bílpróf). Ég hugsa að ég sé einskonar næturdýr alveg eins og pabbi minn. Honum finnst best að einbeita sér á næturnar, alveg eins og mér.
Pabbi minn er grafískur hönnuður og vinnur fyrir sjálfan sig. Hann er ljóshærður og töffari. Hann á lyklakippu sem stendur á "Damn I'm good" sem er örlítið korní en samt dáldið kúl. Það sem ég erfi frá pabba mínum er ofangreind rausa ásamt kæruleysi og óstýrlátt hár. Mér hefur alltaf fundið pabbi minn mjög mikill töffari og þegar ég var lítil var ég alltaf miklu meiri pabbastelpa heldur en mömmu. Þegar hann burstaði tennurnar mínar þegar ég var yngri fórum við alltaf í þannig leik að ég reyndi að tala með munninn fullan af tannkremi og tannbursta og hann svaraði eins og hann skildi mig. Dæmi:
Katrín: blehmmmmguhhhhfffff!
Pabbi: nei hvaða vitleysa, strætó stoppar ekki hér!
Mér fannst þetta ótrúlega fyndið.

Klukkutímum síðar.

Jæja, góða nótt.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Dagurinn í dag var góður dagur.
Í vinnunni minni eru einungis spilaðir eftirfarandi diskar:







sem og Sigga Beinteins og Margrét Eir.

En í dag varð breyting á, því ég opnaði einhvern skáp og viti menn! Þar voru diskarnir Air - Moon Safari og Nick Drake - Five Leaves Left. Það þýddi að sjálfsögðu mikla hamingju og mikið blast. Til að bæta bleiku ofan á rautt kom kokkurinn og sagði (og ég kvóta): "Já, þetta er besti diskurinn" um Nick Drake. Hann hefur þá greinilega verið þreyttur á þessu endalausa hommapoppi og lesbíuvæli.

Já sum sé, í dag var ég í vinnunni og það var gaman því ég réð yfir öllum staðnum í smá stund (þá smá stund var ekki sála á staðnum, hvorki viðskiptavinir né starfsfólk...já það er mjög lítið að gera) og þá fékk ég að upplifa ábyrgðartilfinningu sem var góð fyrir nýja, skordýravæna hjartað mitt.

Fleiri kvartanir hafa borist kapteininum um of háa bloggtíðni en kapteinninn vill koma því á framfæri að þær ásakanir fara inn um eitt eyra og út um hitt því síst vill hann bregðast sönnum aðdáendum sínum. Aðdáendum sem þurfa á honum að halda vegna eirðarleysis og aumingjaskaps.

Orð sem eru fyndin:
-FúllFM
-Hence (allar setningar sem innihalda hence verða svo ótrúlega kaldhæðnar og skemmtilegar...hence this sentance (lausleg þýðing = alveg eins og þessi setning (úff kannski er það rétt, sumt er bara fyndnara á ensku)(svigi inní sviga)))
-Lærleggur

Bless bless og góða nótt

(Hér með hefst heiðarleg tilraun mín til að snúa sólarhringnum við aftur (mikið er ég hrifin af þessum fídus (svigum)))



þriðjudagur, maí 25, 2004

Hið hræðilega hefur gerst. Ég var að koma heim frá frænku minni og það var hrossafluga á útihurðinni minni. Ég ætlaði að vera ótrúlega kúl og tjilluð á því og opna bara hurðina og fara inn. Ég stakk lyklinum í skránna og ýtti á hurðina. Þá fríkaði hrossaflugan út og byrjaði eitthvað að fljúga og ég fríkaði líka út og byrjaði eitthvað að hlaupa og öskra og fékk blóðnasir og beinhimnubólgu.

Þar með tapaði ég veðmálinu við sjálfa mig um að hætta að vera hrædd við hrossaflugur. OG ÞÓ! Ég ætla ekki að gefast upp. Maður verður bara að taka babysteps og það ætla ég að gera með að fyrirgefa sjálfri mér og endurskoða samlíf mitt við skordýraríkið og styrkja samskipti mín við önnur dýr.
Þess vegna talaði ég lengi við kisuna mína áðan og klappaði henni og kleip í fitukeppina hennar. Þá varð hún móðguð og labbaði í burtu.

Af þessu atviki dró ég þá ályktun að kannski verður maður bara að bera meiri virðingu fyrir dýrum og þeirra tilfinningum. Alveg eins og kisu finnst ekki gaman að heyra að hún sé of feit finnst hrossaflugu ekki gaman að finna manneskjur sem horfa á hana fyllast ógeði og gubbi upp í munninn á sér. Kannski verður maður bara að setja sig í spor dýranna og hugsa hvernig áhrif þetta myndi hafa á mann, sem tilfinningaveru.
Ég veit ekki með ykkur, kæru lesendur (ef það eru þá nokkrir eftir) en ég myndi gráta mig í svefn á hverju kvöldi ef einhver myndi hugsa um mig eins og ég hugsa um hrossaflugur. Þess vegna, kæra sjálf, ætlar þú að taka til í hugsunarhætti þínum og koma fram við skordýr eins og þú villt láta koma fram við þig!

Guð minn góður hvað ég er heilbrigð og tillitsöm.

Það sem er fyndið:
Að tala bara með hástöfum á MSN.
GEFMÉRFÆV.blogspot.com.
Diamonds - She'll pretty much have to.

Það sem er ekki fyndið:
Hrossaflugur.
Bróðir minn.
Fyrrverandi kærasti Summer (bara alls ekki).

Já ég er sum sé fallin og stend aldrei upp aftur. Fallin í gryfju O.C. Í tilefni að því verður haldið út O.C. horninu alltaf á mánudögum eða þriðjudögum. Þar verður fjallað um framvindu sögunnar, óæskilegar persónur og sambönd persóna. Þetta aðallega gert til þess að hjálpa aumingja Guðnýju í Danmörku sem hefur séð sinn síðasta O.C. þátt í allt sumar, að halda þræðinum og halda sönsum, því hvað er kassi af bjór á þúsundkall á miðað við gæðaafþreyingu eins og sápuóperur?
Með sorg í augum og blótsyrði á vörum verður einnig tilkynnt að ég er:


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty

Ég vil helst ekkert tjá mig um þetta. Afhverju ég?!

Bless bless.


mánudagur, maí 24, 2004

Guðný fer til Danmerkur á morgun. Ég fylgi í humátt 27. júní.

Ég sakna vina minna. Hvar hafur líf mitt vinum sínum tapað? Ég hitti aldrei neinn og ég sem á svo skemmtilega vini.

Inga segir að ég bloggi of mikið:

katrín kapteinn.blogspot.com says:
blogga ég of mikið?
Inga dúdúfugl says:
ég segi einn á dag kemur skapinu í lag... tveir of mikið, þá myndast spikið
Inga dúdúfugl says:
þetta á við um blogg og select pylsur

Hvað á ég að gera?

Og ég er ennþá að taka til. Ruslið endar aldrei. Lítt'á.

sunnudagur, maí 23, 2004

Það borgar sig að taka til í herberginu sínu. Rétt í þessu fann ég stóran bjór og afgang af nostalgíuvíninu hot'n'sweet inní skáp hjá mér. Jess!

föstudagur, maí 21, 2004

Nú sit ég uppí skóla að horfa á útskriftaræfingu kórsins. Af því tilefni vil ég nota tækifærið og óska eftirfarandi hásetum Kapteinsins innnilega til hamingju með komandi útskrift:

Erla Elíasdóttir, til hamingju.
Atli Bollason, til hamingju.
Andri Egilsson, til hamingju.

Einnig vil ég óska Árna, Jóhönnu Ósk, Sögu og Eddu og öllum hinum líka.



Mikið er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð fagur og hæfileikaríkur. Það eru allir svo fallegir og einbeittir. Ástæðan vegna þess að ég tala um þetta er sú að ég er að horfa á kóræfingu einmitt núna. Samt leiðist mér.

Dagurinn í dag fór í kaffihúsarhangs og búðarrölt. Ég mátaði gífurlega púffaðan brúðarkjól. Með þessu áframhaldi fer ég að ljúga að brúðarkjólaafgreiðslukonum að systir mín sé með krabbamein og safna saman myndum í albúm og breyti nafninu mínu giftist á endanum hrokafullum sundkappa sem ég er ekki ástfangin af. Sum sé, sad keis.

Blessss...

Nú er ég loksins komin með fulla vinnu í sumar. Ég er titluð sem Aðstoðarflokkstjóri Listahóps Hafnarfjarðar. JESS!
Kvöldin og helgarnar í sumar fara svo í það að þjóna til borðs á veitingarstaðnum Tilveran í Hafnarfirði.

Lexía dagsins: Ef maður nöldrar nógu mikið fær maður það sem maður vill.

Mamma mín fer til Bandaríkjanna á eftir og að því tilefni borðuðum við gúmmílaði í morgunmat. Fjörugar umræður um Bandaríkin áttu sér stað við borðið þangað til mamma mín spurði okkur hvað hún ætti að segja við Bush ef hún myndi hitta hann.
Pabbi minn sagði þá: "Þrjú orð: Drop Fucking Dead."

Hippi.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Í tilefni þess að ég sá pöddu skríða í herberginu mínu áðan ætla ég að taka til.




miðvikudagur, maí 19, 2004

Þegar ég var búin að sofa yfir mig í morgun og Birna búin að koma heim til mín og keyra mig upp í skóla til að ná í einkunnirnar mínar pöntuðum við pizzu og leigðum spólu, nánar tiltekið myndina Thirteen. Hún fjallaði um saklausa þrettán ára stelpu sem vingaðist við svölustu stelpuna í skólanum (krakkhóru, þjóf og dópsala) og fór beina leið í ruglið.

Í dag fór ég að vinna í fyrsta skipti í nýju vinnunni minni, á veitingarhúsinu Tilverunni í Hafnarfirði. Þar sá ég gömlu fóstruna mína og nöfnu, Katrínu af leikskólanum Stubbaseli.

Þessir tveir atburðir (myndin og fóstran) minntu mig óneitanlega á það þegar ég fór í ruglið. Ég var svona þriggja ára og vinir mínir á leikskólanum voru aðallega "börnin" ("börnin" voru venjuleg börn sem róluðu sér og renndu sér í rennibrautinni). Dag einn þegar ég var að moka í sandkassanum og tala við ímynduðu kanínuna mína komu "krakkarnir" til mín (krakkarnir voru kúluðu krakkarnir á leikskólanum sem gerðu prakkarastrik og voru örlítið eldri en "börnin). Þeir buðu mér að vera með í að gera rosalegasta prakkarastrik í sögu Stubbasels. Ég henti frá mér skóflunni, sagði bless við kanínuna og gekk hnarreist á eftir "krökkunum". Forustukrakkinn hvíslaði að mér áætlunni að prakkarastrikinu. Planið var að fela okkur í brekkunni fyrir framan aðalinnganginn og læðast inn. Síðan ætluðum við að safna öllum skóm krakkanna á leikskólanum og fela þá á leikvellinum! Litla þriggja ára hjartað mitt barðist um í brjósti mér og ég fann að ég varð að gera þetta.
Við fylgdum planinu eftir og áður en ég gat sagt "kanína" var ég byrjuð að hlaupa með fangið fullt af skóm. Ég var orðin svo blinduð af hamingju yfir að vera loksins í "krakkaklíkunni" að ég gerði mér ekki grein fyrir því að það sem ég var að gera var rangt.
Það var ekki fyrr en fóstrurnar gripu okkur glóðvolg þegar við ætluðum að fara að fela skónna. Afleiðingarnar, engin ís í kaffinu, gerðu mér fyllilega grein fyrir að kannski ætti ég ekki heima hjá "krökkunum" strax.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Ég á að fara til tannlæknis 24. maí. Ég verð að muna það.
Klukkan er núna að verða fjögur og ég er ekkert þreytt. Ég þarf reglulega að koma lag á sólahringinn minn því nú er ég vonandi komin með vinnu.



ps. Hrossafluguátakið gengur ágætlega, ég hef reyndar ekki hitt neina síðan ég byrjaði...

mánudagur, maí 17, 2004

Hvað er um að vera, hvað gengur hér á,
hvers vegna er ljós í stofunn i?
Hvað lykt er þetta, hver  öskrar eins og ljón?
Danslög af plötum  leikin á grammó fón.
Við opnum varlega dyrnar og læðumst fram á gang
lítum inn í stofuna og  sjá;
pabbi er upp á borði og  æpir: „Ykkar skál, félagar!“,
úr  augum mömmu  brennur skrýtið  bál.
           
            Það  eru gestir út um allt
            að  drekka eitthvað annað en malt.
            Hver er að baða sig í fötun um? 

            Það eru gestir út um allt
            að drekka eitthvað annað en malt.
            Gömul kona inn í kústaskáp.

Karl með ístru hneggjar, á fjóra fætur fer,
kona opnar gin og skellihlær.
Karíus og Baktus flögra um stofuna,
fuglabúrið mátar flugfreyja.
           
            Það eru gestir út um allt
            að drekka eitthvað annað en malt.
            Tossari að leiða gullfiskinn.

Vegna áráttu kapteinsins fyrir góðum og traustum hásetum hefur verið fjölgað til muna á skipinu. Þó ber að hafa í huga að um leið og háseti kapteinsins slær slöku við í starfi sínu, er sá hinum sama vísað tafarlaust úr starfi.

Dæmi um háseta sem hefur staðið sig vel og hækkað í tign.

Nú er ég búin að blogga um það bil 4 sinnum í dag (ef við gerum ráð fyrir að dagurinn endist fram á þann næsta). Að mínu mati er það botninn og mun ég því hér staðað numið.


Dæmi um háseta sem hefur farið beina leið í svaðið vegna aumingjaskaps og leti.

sunnudagur, maí 16, 2004

Í sumar ætla ég að taka mig á og losa mig við móðursjúkan ótta sem ég glími við. Ég er svo hrædd við hrossaflugur að það nær engri átt. Ef ég sé svoleiðis úti á götu hleyp ég eins langt frá og ég kemst og ef hrossafluga kemur inní herbergið mitt stekk ég upp, loka hurðinni og læt pabba minn taka hana (sem hann gerir reyndar bara með því að klípa í hana úr loftinu!).
Núna er einmitt komið sumar og þá gerist þetta oft og pabbi minn er byrjaður að hata mig aftur því hann þarf alltaf að vera að drepa hrossaflugur fyrir mig.
Mig langar ekki að láta þær stjórna lífi mínu og mig langar ekki að pabbi minn hati mig.
Dæmi um það hversu ótrúlega sjúk ég er þá hristist ég öll og skelf vegna þess að ég held að það séu hrossaflugur að fljúga hérna en það eru engar. Stundum tek ég svona kippi og fæ brjálæðisköst því mér finnst þær vera á mér. Og síðan spyr ég mig, afhverju er ég að deila þessu með ykkur?
En sum sé, hér með er átakið byrjað og ég ætla að setja mér nokkrar grundvallarreglur:

1) Ef ég sé hrossaflugu þá hleyp ég ekki í burtu heldur tek mér í mesta lagi örlítinn krók í kringum hana.

2) Ef það kemur hrossafluga inn til mín tek ég hana sjálf og kalla ekki undir neinum kringumstæðum á pabba.

3) Ég kippist ekki við og róta ekki í hárinu á mér þó að mér finnist vera hrossafluga í því.

Jæja þá er það komið. Þetta verður erfitt sumar og fullt af gubbi í hálsi en ég verð að gera þetta. Fyrir mig, fyrir pabba og fyrir komandi kynslóðir.


Ég hélt að þessi stund myndi aldrei koma en allt kom fyrir fullt og því spyr ég:

Hver verður þúsundasti gesturinn?

Vegleg verðlaun í boði.

Ég elska tölvuna mína. Hún er alveg eins og manneskja með tilfinningar og takmörk. Nema að hún er kannski helst til viðkvæm og vinnur alls ekki vel undir álagi. Hún á það til að slökkva á netinu ef henni líkar ekki við síðurnar sem ég skoða eða loka msn oft og mörgum sinnum ef henni líkar ekki við fólkið sem ég tala við. Jáh, það má segja að hún taki málin í sínar hendur. Henni finnst líka ofsalega óþægilegt að hafa tvö eða fleiri forrit opin í einu og frýs þá gjarnan og neitar að standa upp og reyna að leysa vandamálið. Samband hennar og Internetsins virðist vera mjög stormasamt og oftar en ekki neitar hún með öllu að koma sér í samband við þennan fyrrverandi elskhuga sinn. Það má þó ekki undra sig yfir því og ekki má gleyma því að hún hefur tilfinningar og finnst hún yfir það hafin að dandalast með svo útúrriðnum kalli eins og netinu, því heyrst hefur að það fari úr einni tölvu í aðra og gefi skít í drauma og framtíðarplön.
Tölvunni finnst mjög erfitt að vakna þegar hún á að ræsa sig og þarf oft að endurræsa hana svona fjórum sinnum til þess að hún drösli sér á fætur. Hún er algjör prakkari og finnst skemmtilegast af öllu að frjósa þegar löng blogg eða ritgerðir hafa verið skrifaðar og eyðileggja þar með mikla vinnnu.
Já ég og tölvan mín erum mjög góðar vinkonur.

Mamma mín keypti pönnukökuspaða í Fjarðarkaup og bráðum ætla ég að baka pönnukökur með spaðanum Sturla. Fyrst átti hann að heita Jóel því Birnu fannst Sturla svo ljótt nafn en ég ætla að láta hann heita Sturla því þetta er minn pönnukökuspaði sem mamma mín keypti handa mér!

fimmtudagur, maí 13, 2004

Í staðin fyrir að gera tilraun sem deyr í fæðingu, að skrifa skemmtilegt blogg, ætla ég að þegja.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Ég gerði svo fyndinn brandara áðan. Ég var í skólanum og ég sá útundan að Vala var að skoða bloggið mitt. Þá hljóp ég inná blogger.com og skrifaði "Halló Vala" eða eitthvað álíka. Og síðan sá hún það og henni fannst það ekkert fyndið. Ég hló inní mér.
Ég var líka að pæla í því um daginn ef það væri svona dömubindaauglýsing sem gerðist í svona fangabúðum fyrir konur. Allar fangarnir væru með svona stutt hár og í skítugum fötum og ótrúlega harðar. Síðan kæmi svona ung og falleg kona með sítt hár og fallegan líkama og liði augsýnilega ótrúlega illa í fangabúðunum. Hún verður líka ótrúlega skítug og ljót þar. Í matarhléinu (þar sem þær borða allar svona örþunna súpu úr tréskálum og með útskornum skeiðum) kæmi svona hörð kona með stutt hár að henni og segir (talað yfir útlenskuna með íslenskri karlmannsrödd) "Ég veit um leið til að láta þér líða vel." Unga konan horfir á hana hneyksluð og spyr "hvað áttu við?" Harða, skítuga karlakonan réttir henni eitthvað undir borðið með perraglotti. Unga konan kíkir undir borðið og sér svona áberandi hvítt dömubindi (ekkert í fangabúðunum er svona hvítt). Næsta skot er af hörðu konunni og ungu, fallegu konunni að moka fastar á fótunum og stór vond kona á hesti að öskra á þær. Harða konan horfir á ungu konuna og allt í einu feidast öskrin og skóflulætin út og inn feidast fögur tónlist. Hún horfir dreymin upp, litirnir í henni verða skýrari og draumkenndari. Hún réttir úr bakinu og fallegar línurnar koma í ljós gegnum þröng vinnufötin. Það er eins og hún svífi og hún hristir hárið svo að það hrynur niður axlirnar. Og þá segir hún: "Æj, mér finnst ég vera svo frjáls." Þá fer fókusinn af henni og á stórar, víggirtar gaddavírsgirðingar og bústna fangaverði með byssur. Og sólin kemur upp.

Ég ætla að fara að fagna prófunum...

þriðjudagur, maí 11, 2004

Ja eller nej?
farvel eller hej?
hvorfor kan jeg aldrig helt bestemme?
vågnende og soven jeg, tænker alt for meget på dig.
Nej eller ja?
Nu eller da?
Oft er det svært at finde svaret
men dog håber jeg at finde svaret straks hos dig.

Já ég er rosalega dugleg.

Nú er ég komin úr söguprófi og mér gekk bara svona lala. Næst á dagskrá er að læra heilt tungumál frá grunni á einum degi, það er spænska.

Dæmi um blogg sem ég er búin að lesa frá grunni í prófunum:

Dóri DNA
Gemmérfæf
(gagnvirkir linkar koma um leið og Kári Hreinsson kemur aftur online)

Það er alveg frekar sorglegt þannig að ég ætla að fara að læra...

Mér þykir leiðinlegt að tilkynna að sambandi míns og Finns Kára er hér með lokið. Orsökin eru tóbaksreykingar annars helmings sambandsins (hint: það er ekki ég) og finn ég mig knúna til að slíta því samstundis ekki bara mér til heilsubóta heldur líka sem hluti af forvarnarstarfi Íslands.
Þetta hef ég að segja við þig Finnur:
Enginn af XXX Rottweiler hundunum reykja svo þetta er greinilega ekki rokk! Hah!

Annað: afhverju er ég að ímynda mér að ég sé að slíta ástarsambandi klukkan hálf eitt, nóttina fyrir sögupróf. Ég held ég sé veik á geði.

mánudagur, maí 10, 2004

Í tilefni þess að ég þarf að læra meira en allt ætla ég að blogga.

Um daginn var Finnur Kári Jörgensson að tala við mömmu sína, Aldísi Guðmundsdóttur, átrúnaðargoðið mitt, sálfræðikennara og kvenskörung. Hún var að spyrja hann út í stelpustatusinn hans og hann svaraði engu nema: "Æji stelpur eru fokkin hommar mamma!" Aldís, sem er svo sannarlega ekki þekkt fyrir að gefast upp þó að móti blási, fékk allt í einu hugmynd að hún gæti einfaldlega stungið upp á nokkrum stelpum, úr flóru sálfræðinemenda MH fyrir Finninn sinn og sagði: "Hvað með hana Katrínu vinkonu þína? Hún virðist vera ofsalega klár stelpa, ertu ekkert skotinn í henni?" Auðvitað áttaði Finnur sig og hösslaði mig strax og nú erum við bara betri helmingur hvors annars.

Ég verð samt að viðurkenna að vera í sambandi með Finni er enginn dans á rósum. Hann á mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar og notar "hommi" yfir allt mögulegt. Eins og gefur að skilja verður kynlífið einstaklega óeðlilegt og ástarjátningar vandræðalegar með eindæmum. Hann gleymir líka alltaf öllum merkisdögum og lofar gulli og grænum skógum en fer síðan og dettur í það með rokkaravinum sínum. En það erfiðasta af öllu er gítarinn hans. Hann tekur hann með uppí rúm og gælir stundum of mikið við hann fyrir minn (tónlistar)smekk.
Enn þrátt fyrir allt þetta er Finnur yndislegur unnusti og ég mæli eindregið með honum fyrir allar einhleypar konur.

Vá! Það er komið nýtt útlit á blogger.com og það er ótrúlega gaman. Nú get ég ýtt á svona takka með skáletri og feitletri og gert link og það er bara enginn endir á möguleikunum!
En það er ekki það eina sem er nýtt. Það er kominn nýr linkur á samblogg sem ég þekki eiginlega ekki neitt en ég leyfi mér að linka á þær. Þetta er svo fyndið blogg að ég ræð mér ekki.

Það er svo skrýtið hvað blogg eru mismunandi. Sum blogg eru bara svona ligeglad sem blogga um daginn og veginn og eitthvað svoleiðis bull en svoo eru sum blogg sem blogga um innstu hugsanir og þrár og persónulegar tilfinningar. Mikið held ég að það þurfi mikið hugrekki til að blogga um svoleiðis. Ég þarf að minnsta kosti að fara í gegnum mjög mikla sálfræðimeðferð ef ég á að geta bloggað á persónulegu nótunum.

Jæja mér skilst að ég sé að fara á bókasafnið að læra en ég er að fara í sögu- og spænskupróf. Gangi mér vel...

Hvar verður júróvisjónpartí?

sunnudagur, maí 09, 2004

Áður en skammirnar hefjast vil ég segja mér til málsbóta að netið hjá mér er bilað. Ég er búin að vera að röfla í pabba mínum um að laga það en hann segist bara ekki hafa tíma því hann þarf að drekka kaffi og lesa blöðin. Í morgun tók ég hins vegar málin í mínar eigin hendur og hringdi í þjónustuver ogvodafone. Ég og maðurinn sem talaði við mig spjallaði í heillangan tíma við mig um hvað gæti verið að og sagði mér að tékka á hinu og þessu þangað til ég rak augun í að símasnúran (eða hvað sem þetta heitir sem er alveg eins og símasnúra) var bara ekkert í sambandi. Skömmustuleg tilkynnti ég það og maðurinn hló góðlátlega að mér. Þrátt fyrir að ég tengdi þá snúru var netið samt ekki komið á og þá fór maðurinn og fann einhverja ógreidda reikninga. Þá hringdi ég í pabba og hann borgaði það og svo kom netið, sem á reyndar einungis að vera notað í allar spænskuupplýsingarnar sem ég þarf að finna fyrir prófið sem ég er ekki alveg viss um að séu til staðar.

Þá er ég búin að koma til skila sögunni um þegar ég reddaði netinu sjálf.

Prófin eru búin að vera ágæt en yrðu betri ef ákveðnir einstaklingar væru ekki alltaf að draga mig frá próflestri á Select um miðjar nætur. Og það gengi ennþá betur ef að aðrir einstaklingar væru heldur ekki alltaf að senda mér linka af heimasíðu sápunnar, The O.C. og biðja mig um að koma og horfa á minn fyrsta O.C. þátt heima hjá sér kvöldið fyrir próf hjá okkur báðum. Ég bannfæri svona fólk og neita að láta vígja mig inn í samfélag þeirra O.C. manna.


Hér fáum við að líta mynd af mjög mikilvægum persónum í The O.C.

Um daginn fékk ég símtal frá blindfullri stúlku úr Danaveldi, henni Þóru. Hún sagði mér ýmislegt um hvað hún ætti marga kassa af bjór að hvað það væri mikilvægt að hún myndi klára fimmtán kassa í kvöld. Ég skildi ekki mikilvægið í því en ég vona að hún hafi skemmt sér vel. Ég vil benda á að klukkan var ekki nema svona sex/sjö þegar ég fékk þetta símtal og ýtti þetta enn meira undir tilhlökkun mína til HRÓASKELDUFARAR MINNAR.

Jæja ég ætla að hverfa aftur til próflestrar og ef einhver á spænska orðabók þá...vertu fegin(n). Er of seint að læra annað tungumál degi fyrir próf? Mér er spurn.

Að lokum ætla ég að peista hér smá msn samtali við gæðamanninn Kára Finnsson. (Einungis sett inn til að sýna dæmi um hvað ég get verið fyndin, vinsamlegast sjáið ekki í gegnum það.)

Kári Eff says:
ég er búinn að vera svo eirðarlaus við stærðfræðilærdæminginn
katrín says:
úff
katrín says:
það er náttúrulega bara dauði
Kári Eff says:
samt ekki, þetta er tiltörulega einfalt
Kári Eff says:
just the túsiksþrí
katrín says:
já það er líka einfalt að deyja
katrín says:
bara frekar niðurdrepandi

laugardagur, maí 08, 2004

Katrín bloggar í gegnum síma.
Síminn er blár.
Fréttaritari er Birna Þrastardóttir.

Ég er að læra
ekki að stæra
mig því ég les hér dag eftir dag.
Landabúnaður,
kirkjunnar maður
um þetta syng ég lag.

Höf: K-B

Tilkynning: Gleði.
Bloggi í gegnum síma lýkur.


laugardagur, maí 01, 2004

Örblogg:
Ég er heima hjá BirnuSTOPPÉg er að fara í prófSTOPPNetið heima hjá mér er bilaðSTOPPSöguþráðurinn kemur seinnaSTOPPTakk fyrir sega mega góðu viðbrögðin við klappstýrumyndinn minniSTOPPAllir fá hlutverkSTOPP

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com