<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, maí 13, 2007

Sumarið er komið. Ég sit á kaffihúsi með internetaðgangi, nýbúin að gæða mér á fersku ávaxtasalati (lesist: stórum diski af beikoni, eggjum, smjöri og brauði) og horfi út um gluggann. Sama gluggann og ég horfði út um í vetur, þegar snjórinn lá í þunnu lagi yfir alla Kaupmannahöfn og strákarnir sem búa hinum megin við götuna skröpuðu honum saman í grjótharða snjóbolta og köstuðu þeim í gangandi vegfarandur. En nú er snjórinn farin og sólin komin og strákarnir eru komnir í stuttermaboli og eru nú vopnaðir risastórri vatnsbyssu í staðin fyrir snjó. Þeir sprauta á útvalda samfélagsþegna eins og alltaf; stelpur undir þrítugu, óvopnaðar kærasta. Ég er svo þakklát fyrir að vera inni. Ég er fullkomin kandítat í árás. Þeir eru nefninlega miskunnarlausir. Ég lærði það í vetur.

Lífið gengur sinn vanagang í Köben (nema fyrir það að ég er greinilega búin að uppgötva gríðarlega háfleyga hlið af sjálfi mér) og ég er mjög glöð og ánægð. Kaffihúsastarfið er að sjálfsögðu óendanlega gefandi og ég er búin að bæta mig mikið sem manneskju (úff, ég kunni eiginlega betur við háfleygu hliðina mína). Ég er í alvörunni rosalega glöð og hamingjusöm.

Epísku bloggin eru á leiðinni. Ef þau verða ekki bara svei mér þá að skáldsögu. Ég er bara glöð að ég bloggaði tvisvar sinnum í sama mánuði og meira en fjögur orð í einu. Ég er snúin aftur!

ps. ykkur er öllum boðið í afmælisveislu 1. júní. Það verður mega.

mánudagur, maí 07, 2007

Ég er með epísk blogg í vinnslu. Ég sem þau þegar ég hjóla.

Þetta er ég:


Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com