<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 30, 2006

Slæma stefnumótið.

Ég hitti gullfallegan frakka á skemmtistað eina helgina. Hann var með vel mótað andlit, heldur lúðalegur og með peysuna bundna utan um mittið. Hann hét Laurent. Mér fannst hann fullkominn. Við vorum eins og tvær mýs, ófær um að hafa samskipti en eftir þó nokkurn tíma vorum við farin að spjalla saman. Samtalið entist ekki lengi því Ragnheiður, sambýliskona mín og vinkona, þurfti hamborgara, franskar og kók enda langt liðið á nóttina. Ég þurfti það líka. Ég ákvað því að hinn gullfallegi, fagurmótaði frakkalúði myndi hafa samband við mig og fara með mig á stefnumót.
Dagarnir liðu, ég var með hugann við eitthvað allt annað en Frakkland og fögur fyrirheit en nokkrum dögum síðar kom melding. Það var frakkinn. Hann vildi hitta mig. Eftir leiðréttingar og hagræðingar (hann vildi hitta mig fyrir framan lestarstöð um hábjartan dag, mér fannst það ekki nógu rómantískt svo ég hagræddi stað og stund; jazzbar í skjóli nætur) var ég á leiðinni á stefnumót á sunnudegi. Ég lagði hjólinu mínu spölkorn frá barnum kl. 18.05. Mér fannst viðeigandi að tolla í tískunni og láta frakkann vera búinn að koma sér fyrir þegar ég gengi glæsilegu göngulagi inn á barinn.
Þegar ég var við það að ganga hinu glæsilega göngulagi inn á barinn sá ég strák standa hinum megin við götuna, dálitla vegalengd frá barnum. Ég horfði rannsakandi á hann og hann á mig. Ég gerði mér grein fyrir hversu vandræðalegt mómentið var svo ég ákvað bara að taka sénsinn og láta sem ég þekkti hann. Ég fór til hans og sagði hæ. Hann horfði á mig eins og ég hefði stungið hníf í hjartað á honum.

Laurent: Ég hélt þú myndir ekki koma
Katrín: Ha? Jú auðvitað (lítur á klukkuna, jú hún var nýorðin 18.06). Eigum við að koma inn?
Laurent: (hikar) Ég hélt þú myndir ekki koma.
Katrín: Ehh, ég, jú, ég er hérna...

Ég náði loksins að sannfæra aumingja frakkann með hvolpaaugun að koma inn. Hann hafði greinilega ákveðið að taka lúðalúkkið aðeins lengra heldur en peysa utan um mitti og mætti í gönguúlpu, gönguskóm, gönguvettlingum og gönguhúfu. Það var hætt að vera sjarmerandi. Svona voru samræðurnar okkar:

Laurent: So...Iceland?
Katrín: Yes.
Laurent: Ehh...Geysir?
Katrín: Ah, yes.
Laurent: Mmmm...Sígros?
Katrín: What?
Laurent: Síguros?
Katrín: Ah yes. Sigur Rós.
Laurent: AH! Reykjavík?
Katrín: Yes yes. Reykjavík.
Laurent: And...hot water in the earth yes?
Katrín: Yees...
Laurent: And sidewalks are hot yes?
Katrín: ...yes.
Laurent: Björk!
Katrín: Björk yes.
Laurent: Yes.
Katrín: What about you? Are you in school here in Copenhagen?
Laurent: (hnífurinn í bakið aftur) What? I told you about when we met.
Katrín: Yes, I know. I just don't remember what...
Laurent: Yes, or maybe you were just too drunk to remember.
Katrín: Eh...no.
Laurent: Ah! Jech heití Laurent.
Katrín: (jesús almáttugur) yes. very good.

Svona hélt þetta áfram þangað til Sigríður Eir (guði sé lof og þakkargjörð fyrir þá manneskju) hringdi í mig samkvæmt neyðardeitáætlun. Svona var það samtal:

Sigríður: Hæ, hvernig gengur?
Katrín: Ahhh! Ert þetta þú. Ha? Ertu slösuð?
Sigríður: Katrín?
Katrín: Æj æj æj. Það er ekki gott. Og ertu viss um að ég verði að koma?
Sigríður: Vá, er þetta svona slæmt?
Katrín: Heyrðu, já ég skil. Æ, þannig að ég verð að koma?
Sigríður: Mundu að hann skilur ekki íslensku Katrín.
Katrín: Heyrðu, takk fyrir að hringja. Ég kem eins fljótt og ég kem.
Sigríður: Ha?
Katrín: Já bless.
Sigríður: Ertu að fara?
Katrín: Di di di di di di di di di..
Sigríður: Katrín? Ertu farin?

Ég leit á Laurent, afsakandi og leið. Hann spurði. Ég svaraði: "Ehh. Yes. This was my friend. You know. Eh. I have to go now. Because you know. Eh...I am living with...two girls and you know. They are just fighting and crying and throwing stuff at each other. It's terrible. I think I have to. You know. And stop them..." Hann keypti þetta ekki. Við fórum út. Hratt. Þetta var spurning um líf eða dauða. Ég reyndi að gera þetta eins og að rífa af plástur: "Yes. This was...nice. I...we...you...this...ehhh...I don't know if...well. Wow okay. You know. You have my number and you know. Yes." Síðan átti ég vandræðalegasta faðmlag lífs míns og stakk af.
Á leiðinni á annan bar í annan félagsskap í skemmtilegar sögur, hlátur og grín mætti ég honum. Hann böstaði mig og þegar ég fylgdist með honum hjóla burt sá ég greinilega minn hníf aftan á gönguúlpunni hans.

miðvikudagur, október 25, 2006

Fullt ad gerast. Allt saman gott.

Thid megid velja um hvad eg blogga (athugid, titlarnir a bloggunum studla, ykkur til anægju og yndisauka og stydjast allar vid stafinn S ykkur til frodleiks og framgangs):

1. Sludur ur skolanum.
2. Slæma stefnumotid.
3. Søgur ur sambudinni.

mánudagur, október 02, 2006

Eg er med hnut i lungunum. Thad er eiginlega svona saknihnutur.

Haustid er komid. Eg for ut i bud i gær og fekk ødruvisi hnut i lungun. Svona hausthnut. Eda sambland af hausthnut og hamingjuhnut. Eiginlega meira hamingjuhnutur samt.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com