<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Mig vantar innblástur. Helst fjallmyndarlegan karlmann.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ég er að lesa svo skemmtilega 400 blaðsíðna þýska skáldsögu. Og ég kann ekki einu sinni þýsku.

Fyndið.

laugardagur, febrúar 04, 2006

Ég vildi óska að ég hefði verið uppi á meiri spennandi tímum heldur en 2006. Vill einhver segja mér hvað er merkilegt að gerast núna sem við munum minnast með bros í hjarta þegar við verðum gömul? Hvað einkennir okkar kynslóð sem við viljum muna eftir og setur spor okkar í mannkynssöguna? SMS? MSN? Gallabuxur og hettupeysur? Amerískar hafnarboltamyndir? Bubbi? Hryðjuverk? Franz Ferdinand? Oj barasta.


Væri ekki skemmtilegra að syngja íslensk dægurlög undir harmonikkuleik og líta svona út?

föstudagur, febrúar 03, 2006

Ég veit að þetta flokkast undir það að blogga rusl í staðin fyrir að sleppa því en hvað um það. Þegar ég las þetta ósköp dæmigerða samtal yfir uppgötvaði ég að þetta er ég. Eins og ég er núna. Eða kannski svona slæmu hliðarnar á mér eins og ég er núna. Löt, kærulaus og sérhlífin. Oj.

katrín says:
tökum ákvörðun
katrín says:
1. fara að sofa. skrópa í prófi, læra um helgina og fá geðveika einkunn.
2. fara að sofa. fara í próf, fá lélega einkunn.
3. fara ekki að sofa (ég er með tár í augunum af þreytu), halda áfram að læra og fá sæmilega einkunn.
Inga Straumland says:
1. fara að sofa er gott.... en ég er ekki viss um að þú munir læra eins mikið um helgina og þú lofar sjálfri þér
2. léleg einkunn er meira en engin einkunn
3. stundum þarf maður bara að fórna svefni og geðheilsu
katrín says:
1. ég mun læra um helgina
2. það er rétt.
3. já. leggja eitthvað á sig...
katrín says:
svo. hvað er ákvörðunin...
Inga Straumland says:
2
katrín says:
æ nei
katrín says:
það er glatað
katrín says:
hvað er að nr. 1?
Inga Straumland says:
frestunnar árátta
Inga Straumland says:
það er ekki gott að fresta prófum
Inga Straumland says:
hvað ef kennarinn segir bara fokk jú
katrín says:
já alltaf sú áhætta
katrín says:
en ef ég var veik. bara í þetta eina skipti.
katrín says:
ég var að vinna áðan rosalega mikið og ég er svooo þreytt.
katrín says:
æ segðu nr. 1 og þá getum við báðar farið að sofa
Inga Straumland says:
1
katrín says:
AH TAKK
katrín says:
góða nótt


Ég er farin að sofa. Sofa á syndum mínum.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Atómljóð

Hvort er betra
að blogga rusl
eða sleppa því?

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com