<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 27, 2005

Það er eeeeeeeekkert að gera í vinnunni.

laugardagur, júní 25, 2005

Hæ.

Það er búið að ganga á ýmsu undanfarna daga. Líf mitt hefur að mestu farið í að undirbúa gærdaginn en þá var Tónleikurinn Bítl frumsýndur í Loftkastalanum. Ég gegni margvíslegum hlutverkum í vinnunni minni. Á dagin er ég að vinna í miðasölunni með Steinunni og nú nýlega Jónasi. Þegar það er sýning vinn ég til skiptis í miðasölunni og á barnum og síðan hleyp ég inní sal í Lucy in the Sky og dreifi rósum. Eftir hlé klifra ég uppí spottið (spotlight) og er á ljósinu í einu atriði.

Þrátt fyrir að mínar helstu stoðir og styttur í lífinu hafi verið í Kanada í heila eilífð hafa síðustu tvær vikur verið yndislegar. Mér þykir vinnan mín dásamleg, vinir mínir himneskir og lífið skítsæmilegt bara. Gærkvöldið var til dæmis virkilega eftirminnilegt. Eftir að allt fulla fólkið var farið með magan fullan af ókeypis frumsýningaráfengi myndaðist mjög kósý gítarstemmning þar sem Inga greip að sjálfsögðu tækifærið og spilaði á gítar og söng við góðar undirtektir viðstaddra. Þegar fólkið fór að týnast heim ákváðum ég og Sigurður Kaiser, yfirmaður minn, að fara út á lífið. Það gekk ekki áfallalaust því þegar við vorum komin út ákvað hann að ryksuga fyrst aðeins. Við fórum þess vegna inn aftur og tókum betur til og fengum okkur meiri bjór og röltum svo niður í bæ. Sigurður fór á kostum í bænum. Hann hljóp með okkur í gegnum gosbrunninn sem er þarna hjá Hlöllabátum og við vorum öll rennandi blaut. Síðan fór ég heim. Æ þetta átti ekki að verða svona upptalning. Djöfull.

Já. Lífið gengur sinn vanagang. Allir á MSN!

Bæ.

laugardagur, júní 18, 2005

Hver verður tuttuguþúsundasti gesturinn?

fimmtudagur, júní 16, 2005

Einhver sagði mér einhvern tíman að maður gæti fengið blóðtappa af því að klemma símtól á milli axlar og höfuðs. Ef að þetta er rétt er ég mjög líklega í áhættuhóp.

Það er ekki mikið að frétta úr leikhúsinu. Leikfélag Hornafjarðar sýnir Superstar um helgina (sum sé Jesus Christ Superstar). Það er frekar sorgleg tilraun og ekki nema svona 5 sæti seld. Á svona stundum finn ég fyrir þéttbýlishrokanum sem blundar í mér. Innst inni finnst mér fáránlegt að eitthvað leikfélag úti á landi komi suður og sýni svona stórt og mikið verk. En afhverju ekki þau eins og Hilmir Snær og einhver hallærisleg 101 elíta? Áfram Hornafjörður!

Æ ég ætla að halda áfram að fá mér blóðtappa.

Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem ég þekki sem er ekki að vinna í næstu viku.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Ég ætla ekki að tala um vinnuna mína. En ef ég myndi taka ákvörðun um að gera það myndi ég ekki tala um annað en endalaus símtöl, sólargeisla í gegnum rimlagluggatjöld og að sjálfsögðu vandræðaleg samskipti mín við hinn eina sanna.

Helgin var góð. Ég fór á Trabant tónleika á Nasa á laugardaginn. Ég fór ein en endaði fljótlega í góðum félagsskap. Samt ekki strax. Kvöldið byrjaði frekar skringilega. Þegar ég var að labba á Nasa frá Lækjartorgi hitti ég sjúklega fulla stelpu sem var að koma af einhverju FM 957 djammi og klædd eftir því. Hún vildi endilega tala við mig og þar sem ég hafði engan annan til að tala við settist ég aðeins hjá henni og spjallaði við hana. Þegar ég fór að spyrja um hennar hagi kom uppúr kafinu að hún hafði víst eyðilagt eina tækifæri vinkonu sinnar til að hösstla draumaprinsinn sinn, Heiðar Austmann. Hún gat ómögulega fyrirgefið sjálfri sér og fór allt í einu að hágráta. Hún hríndi eins og svín og vegfarendur sem áttu leið fram hjá okkur ráku up stór augu. Ég reyndi mitt besta til að þagga niður í henni en allt kom fyrir ekki. Eftir alltof langan tíma af gráti og ekkasogum og ævisögum og syndaaflausnum byrjaði hún smám saman að jafna sig. Eftir ennþá lengri tíma af símtölum við kærastan hennar kom hann loksins að sækja hana og ég fór á tónleikana. Ég er viss um að ég fer til himna fyrir þetta. Eða eitthvað.

Það er einn og hálfur tími þangað til ég er búin í vinnunni.

Og já. Eitt enn. Jón hefur því miður misst titilinn Besti Hásetinn til bókmenntafræðinemans Erlu. Sú stúlka hefur ótrúlegt lag á hinu ritaða máli og á titilinn fullkomnlega skilið. Einnig hafa verstu aumingjabloggararnir verið fjarlægðir af listanum. Lífið er erfitt.

sunnudagur, júní 12, 2005

Manneskja: Halló.
Katrín: Hæ. Þetta er Katrín hérna uppí Loftkastala.
Manneskja: Já hæ. Hver er þetta?
Katrín: Þetta er Katrín...í Loftkastalanum. Hérna. Okkur vantar manneskju í sjoppuna í kvöld og ég var að pæla hvort að þú myndir nokkuð...
Manneskja: Æ sorrí. Ég bara nenni ekki að tala við þig núna.
Katrín: Ha? Eh..ég sko..
Manneskja: Nei djók. Hvað?
Katrín: Já, eh. Okkur vantar sko einhvern í sjoppuna í kvöld. Helduru að þú gætir...
Manneskja: Nei ég er að djóka. Þetta er símsvari. Lestu inn skilaboðin eftir tóninn.

Djöfull!

laugardagur, júní 11, 2005

Þegar ég mætti í vinnuna áðan var enginn kominn upp í Loftkastala. Ég bankaði á skrifstofuna og stakk hausnum inn í sal en það voru engin svör, bara myrkur. Ég settist því niður og beið eftir að Steinunn í Nylon kæmi í vinnuna og myndi opna skrifstofuna. Ég var búin að bíða í um það bil sjö mínútur þegar Atli Viðar stormar inn með bros á vör. Hann gengur að skál, tekur upp lykil og réttir mér hann. Ég horfi furðu lostin á hann. Hann segir mér að Steinunn hafi hringt í sig og að þetta sé lykillinn að miðasölunni. Ég gapi. Milljónir af staðreyndum og ósvöruðum spurningum fljúga í gegnum hausinn á mér. Steinunn þekkir ekki Atla Viðar. Hvað sagði Samanta Mumba við Steinunni á tískusýningunni í gær? En hver er þá bróðir Þorgríms? Eftir þónokkurn tíma af sannfæringarræðum Atla og örvæntingarfullum aðförum mínum við að halda í kúlið prófa ég lykilinn og hann passar.

Líf mitt er léleg sakamálasyrpa á RÚV.

En sem sagt, nú er ég í vinnunni. Það er alveg 50/50 hvort að þessi póstur fari inn. Hann er heví leiðinlegur.

mánudagur, júní 06, 2005

Dagurinn í dag hefur verið afar viðburðarlítill. Ég fór reyndar til tannlæknis í morgun en í vinnunni er lítið sem ekkert búið að gerast. Reyndar er ég búin að fá nokkur svona símtöl:

Katrín: Loftkastalinn góðan dag.
Fólk: Já halló. Hérna...þannig er mál með vexti að síminn minn er búinn að vera í viðgerð í mánuð og kvittunin er týnd og ég þarf eiginlega..
Katrín: Þetta er í Loftkastalanum.
Fólk: Já einmitt. En allavega, þetta er svona Nokia sími og..
Katrín: Nei, þetta er í Loftkastalanum. Það er leikhús. Þú ert áreiðanlega að hringja í vitlaust númer.
Fólk: Ó.

Já, ég held að það sé eitthvað símaverkstæði með svipaðan síma og við. En ég er sum sé búin að skrifa svona fimmþúsund orða email sem hvarf og spila þennan leik gríðarlega mikið. Áðan fékk ég 76890 stig. Það var án alls efa hápunktur dagsins.

Í kvöld vil ég kúra undir sæng og horfa á Austin Powers. Af einhverjum ástæðum minnti tannlæknirinn mig á Austin Powers. Hún er samt virkilega aðlaðandi kona og minnir í rauninni ekkert á Austin Powers í sjálfu sér. Ég held að það hafi verið allt þetta tal um tannþráð. Ég man nefninlega þegar Austin var að fá fullt af svona njósnagræjum í dulargervi og síðan fékk hann svona tannþráð og hann hélt að það væri til að kyrkja fólk eða til að sveifla sér á milli staða. En í rauninni var það til að tannþræða sig því hann var með svo ógeðslegar tennur.

Manneskja dagsins er Erla. Erla á afmæli í dag. Þegar ég var barn söng pabbi minn oft fyrir mig Erla góða Erla til að svæfa mig. Erla er góð og Erla er Erla. Og svoleiðis eiga Erlur að vera.

Vóó. Klukkan er orðin sex. Vinnan er búin og ég er farin. Bæbæ.

föstudagur, júní 03, 2005

Afmælisdagurinn minn var góður og ég þakka öllum sem óskuðu mér til hamingju kærlega fyrir hugulsemina.

Lífið gengur sinn vanagang í Loftkastalanum. Ég sit hérna fyrir framan tölvuna frá klukkan 12-18 alla virka daga og spjalla við Steinunni í Nylon, svara símanum og sinni margs konar plöggum. Stöku sinnum gengur Hilmir Snær framhjá og kinkar blíðlega kolli til mín. Hann er að leikstýra Tónleiknum Bítl sem að virðist vera einhvers konar samansull af tónleikum og leikriti. Það verður frumsýnt 24. júní. Bítlalögin óma þess vegna um húsið og er það vel. Skúringarkonan Fríða lítur reglulega við og biður mig að afsaka lætin í ryksugunni og sér og læðist svo um eins og mús til þess að trufla mig ekki í símanum.

Neikvætt:
Bankar
Intrum
Peningar
Danmörk
Gjafir

Jákvætt:
Vinnan mín
Kókópöffs

Maður dagsins:
Beck

Kona dagsins:
Sylvía Nótt

miðvikudagur, júní 01, 2005

Guð minn góður. Ég held ég hafi dáið og farið til himna.

Ég sat í miðasölunni og var að hanga á MSN og gera ekki neitt og hlusta á Steinunni í Nylon tala við Ölmu í Nylon og allt í einu heyrðum við gítarspil og trallerí frammi. Ég stóð upp og leit fram og stóð þá ekki Hilmir Snær og vinir hans með gítar og kynþokka og sungu afmælissönginn fyrir mig. Ég stóð og roðnaði eins og mongólíti og ekki batnaði það þegar Hilmir Snær gekk að mér, horfði djúpt í augun á mér og kyssti mig á kinnina.

Það er svoooo gaman að eiga afmæli.

Ég á afmæli í dag. Í tilefni að því fór ég í kjól og borðaði pizzu. Það var ágætt.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com