<$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 05, 2007

Þetta lítur allt út fyrir að reddast.

Guðný og ég erum fluttar inn á Jyllandsvej 12 st.th. Íbúðin okkar er sögulega ljót og innanstokksmunirnir okkar eru að slá öll met í ósmekklegheitum. Ég þyrfti að taka myndir af öllum færeysku málverkunum sem héngu upp um alla veggi en eru nú örugglega læst inni í narníuskápnum okkar.

Tímabundna vinnan mín er orðin að fastri vinnu. Cecilie er hætt og ég vinn því í staðin með Lotte og nett vangefna syni hennar Tómasi. Hann var að koma frá Bankok, aflitaði á sér hárið og ég eyði öllum vinnudeginum í það að velta því fyrir mér hvort hann hafi keypt sér hóru. Það er ágætis afþreying fyrir mig.


Mötuneytisvinnan mín minnir óþægilega mikið á þetta.

Hin vinnan mín er aðeins meira töff og aðeins minna égaðveltaþvífyrirmérhvortaðvinnufélagarmínirhafikeyptsérhóru-legt. Það er á kaffihúsinu café Citroën og þar er maður ofslega kurteis og snyrtilegur og enginn er með aflitað hár. Allir eru ofsalega kósý þar og faðmast í lok vaktar og eru rosalega inni í einkalífi hvors annars. Kokkarnir eru sænskir og kalla allar stelpur lambessshjöt. Þeir náðu að sannfæra mig um að ég hata svía eins og þeir leggja sig.


Dæmi um annan illan svía.

Ég og Guðný ætlum núna í IKEA. IKEA er mjög líklega eina sænska stofnunin sem ekki er ill. Undantekningin sannar regluna þið vitið.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com