<$BlogRSDURL$>

mánudagur, janúar 31, 2005

Djöfull ég gleymdi verðlaununum. En hér koma þau:

Verðlaunin fyrir að vera 10.000asti gesturinn hjá Kapteininum fara til Kára Finnssonar. Verðlaunin eru:

Verðlaun fyrir 10.000asta gestinn á heimasíðunni kapteinn.blogspot.com

Jájá. Þetta er náttúrulega glötuð verðlaun og allt það en það verður að hafa það. Það er viðleitnin sem skiptir máli. (Síðan var ég líka svona 4 tíma að búa til þessa síðu.) Kári Finnsson getur nálgast leyniorð og notendanafn í skólanum.

Til hamingju Kári.

Fyrst ég er svona dútl-stuði ætla ég að drífa í því að bæta við link á bloggið hennar Dóru. Hún er businn í leikfélagsstjórn og annarri eins manneskju hef ég ekki kynnst. Hún má eiga það að sálin hennar er gullfalleg og að sjálfsögðu umbúðirnar líka.

Klukkan er 9. Ég er ekki í skólanum því að ég er ekki búin að lesa bókina sem er prófað úr í fyrsta tíma. Hún heitir Hjartastaður og er með ljótasta kover sem ég hef séð. Það er svona íslenskur þjóðvegur og svona stór græn klessa yfir myndinni. Þar sem vegurinn hverfur er búið að láta svona vanskapað grænt hjarta. Mér finnst leiðinlegt að lesa svona ljóta bók.

Ég vildi að ég gæti gert það sem ég vildi. Þá myndi ég vaka á næturnar, fara til útlanda á veturnar, borða kvöldmat þegar ég væri svöng og hafa tónlist í botni á morgnanna.

Jájá, ó mig auma. Nú er Martröð á Jólanótt búið spil. Ég þakka öllum sem komu að sjá hana (ekki þú Finnur) og öllum sem héldu mér á lífi í þessu erfiða ferli. Aldrei hef ég verið jafn stressuð, glöð, reið, pirruð, hrædd og þreytt á sama tíma. Ég hef lært gífurlega mikið og líklega mest um sjálfa mig. Þetta er búið að vera erfitt en ótrúlega gefandi. Takk fyrir mig.

Kvikmyndir:
Lilja 4ever - úff

laugardagur, janúar 29, 2005

Í kvöld sýnum við í hinsta sinn Martröð á Jólanótt. Guði sé lof og þakkargjörð. Þetta verður án efa góð sýning.

Djöfull ætla ég að vera full í kvöld.

Verðlaunin fyrir tíuþúsundastagestin verða opinberuð í næstu færslu.

föstudagur, janúar 28, 2005

Kvikmyndir:
Clockwork Orange
Lemony Snicket's series of unfortunate events
Reservoir Dogs

Leikrit:
Saumastofan 30 árum seinna
Martröð á Jólanótt

Mætingarprósenta í vikunni:
14%

Props til listafélagsins fyrir að halda tónleika til styrktar fórnarlambanna í Asíu.


þriðjudagur, janúar 25, 2005

Kári var 10.000asti gesturinn. En hvaða Kári? Kári Hreinsson? Kári Svan? Kári Stefánsson? Kári Finnsson? Kári Sigurðsson, vöðvabunkt með fleiru..?

Gefðu þig fram hvar sem þú ert...

föstudagur, janúar 21, 2005

Úff. Teljarinn er alveg að komast uppí 10.000. Pælið í þessu krakkar!

Mikið að gera þessa helgina enda er ég einstaklega fræg og mikilvæg manneskja. 3 afmæli og 2 leiksýningar. Hugsið ykkur bara.


Þessi gaur.


miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ert'að reyna að vera sexí litli kall?

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Ég er mjög svöng og þreytt og pirruð. Ekkert getur bjargað mér nema gott Family Guy sessjon. Og það er einmitt það sem ég ætla að gera.

Auglýsing: Mig vantar stærðfræðibókina fyrir STÆ 263 (hún er græn) og jarðfræðibókina í NAT 113 sem heitir Jarðgæði held ég.

Nú kemur saga af afa mínum:
Einu sinni var afi minn að vökva blómin heima hjá sér og ég var að horfa á sjónvarpið. Allt í einu hellti hann fullt af vatni á mig út garðkönnunni og ég bara: "Was ist los?" Þá sagði hann: "Tjah, maður verður nú að vökva blómið sitt stöku sinnum."

Nú kemur saga af bróður mínum:
Einu sinni var bróðir minn í tölvunni sinni að drepa fólk. Síðan dó hann.

Nú kemur saga af pabba mínum:
Einu sinni var pabbi minn pínulítill. Þá var hann alltaf annað hvort látinn fara út með ruslið eða kaupa mjólk í mjólkurbúðinni fyrir neðan íbúðina sína. Dag einn var hann sendur út með ruslið en hélt að hann væri að fara í mjólkurbúðina. Þegar hann kom inn í búðina fór hann í röð og sá að fólk var byrjað að sniffa svona út í loftið. Þá fattaði hann að hann var með ruslið í hendinni. (Þetta var uppáhaldssagan mín þegar ég var lítil).

Nú kemur saga af Ingu:
Einu sinni vorum við að tala um blöðrur og þá sagði Inga: "En sko, vaselín leysir upp latex. Ég lærði það af biturri reynslu. (...) En síðan fór ég bara í fóstureyðingu."

Nú kemur saga af mömmu minni:
Mamma mín kallar mig aldrei Katrínu heldur einungis eitthvað af eftirfarandi: Keppalús, Hlunkur eða Skakkalöpp. Hún meinar samt mjög vel.


Þetta sýnir að maður má aldrei gleyma að elska sína nánustu.


Þó að fjölskyldan okkar sé ekki einmitt svona er hún samt góð á sinn einstaka hátt og það er það sem okkur þykir svo vænt um.

Jájá þetta er allt saman gott og blessað. Yfir og út.

Nú ætla ég að tjá mig um óréttlæti heimsins:

Djöfull er það glatað að rústa lífi sínu og vinna að einhverju virkilega metnaðarfullu í þágu fólkins og fá ekkert, ekkert segi ég, nema skít, röfl og fokkins vanþakklæti. Mig langar að gubba. Gubba yfir svona 400 manns. Það væri ógeðslega fínt.
Takk fyrir.

Annars er lífið bara ágætt. Ljúft fólk og ljúfir kennarar.

Kvikmynd:
Natural Born Killers - ein af mínum uppáhalds héðan í frá. Ég elska DVD-spilarann okkar. (í boði Jóns Kristjáns)

Hvað meira? Ég hef ofsalega gaman að því að gera powerpoint-sýningar. Ég þarf að gera meira að því. Já.

laugardagur, janúar 15, 2005

Ég beilaði á bjórkvöldinu í gær og leigði ég The Texas Chainsaw Massacre og pissaði í mig.

Á fimmtudaginn fór ég í leikhús á Öxin og Jörðin í Þjóðleikhúsinu. Svona var það:

20:00 - Sest niður og horfi á ógeðslega flotta leikmynd
20:15 - Sofna
20:24 - Vakna
20:27 - Tel fólkið í leikhúsinu, deili því með fólksfjölda landsins og fæ út hversu mörg prósent af Íslendingum langar að fremja sjálfsmorð á þessari stundu.
20:48 - Sofna
21:03 - Hef mök við Hilmi Snæ
21:23 - Vakna
21:34 - Sofna
22:06 - Sýningin er búin
22:11 - Kemst að því að það er bara hlé
22:13 - Hnipra mig niður á klósettinu, hugsa um að gera kókaínfíkill, ákveð að taka mér taki og fer fram
22:27 - Fer aftur inn í sal
22:31 - Sofna
22:43 - Vakna við það að Hilmir Snær fer í 6. skiptið úr skyrtunni
23:13 - Sýningin er búin

Frábært kvöld.

- - -

Kvikmyndir:
The Texas Chainsaw Massacre
One flew over the cooco's nest

föstudagur, janúar 14, 2005

1. sería í höfn, 2. sería langt komin.

Ég ætla á morfís í kvöld og síðan ætla ég í fögnuð. Það verður ótrúlegt.

Sjáumst þar!

ps. 3. sýning á sunnudaginn. Sjáumst líka þar.

mánudagur, janúar 10, 2005

Skólinn er byrjaður. Já.

Bráðum held ég leiklistarnámskeið í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Það verður svo geðveikt. Og ég fæ borgað fyrir það. Hafnarfjörður - the place to be. Fjörðurinn - heimilisleg verslunarmiðstöð.

Tvær sýningar búnar af Martröð á Jólanótt. Ef þú ert ekki búin að sjá hana now's the fucking time. Didn't think so. (Þraut #1 Hvaðan er kvótið?) Næstu sýningar eru sunnudaginn 16. janúar kl. 20 og sunnudaginn 23. janúar kl. 20. Lokasýningin er 29. janúar kl. 20. Verð er 800 kr. fyrir meðlimi NFMH, 1500 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn.

Á laugardaginn fór ég í leikfélagspartí hjá Olgu og gisti og við horfðum á Family guy allan daginn og borðuðum pizzu og gerðum ekki neitt. Það var mjög gefandi dagur.

Nú kemur listi yfir Topp 4 fyndnustu atriðin úr 1. seríu.

1. Fast animals, slow children.
Stórt grimmilegt tígrisdýr hleypur í gengum skóginn og undir dynur taktföst tónlist. Klipp. Feitur stákur kallar á eftir vinum sínum "Hey guys wait up!" Klipp. Tígrisdýr. Klipp. Nestisbox stráksins opnast yfir hann og hann segir "Oh no. I've got honey all over my knees. Klipp. Tígrisdýr. Klipp. Peter og Chris.
2. Beach Justice - Gumble 2 Gumble.
Svartir bræður standa vörð um réttlæti innan um fáklæddar stúlkur á línuskautum. Þeir ná manni sem stelur veski af konu og handtaka hann, ýta andlitinu á honum ofan í sandinn og segja: "Taste the beach justice"
3. Þátturinn þegar maðurinn kemur heim og hann labbar á allt og fær hnífa í andlitið og bíll keyrir á hann og hann dettur um allt. Hahaha.
4. Koolaid kannan í réttarhöldunum.
5. Þegar þau verða geðveikt rík og Stewie segir við tvo þjóna: "And you two, fight to death!"

En krakkar? Hverju er ég að gleyma? Hvað eru uppáhalds Family guy atriðin ykkar? Endilega skrifið mér bréf um það fyrir næsta sunnudag eða skrifið það í kommentin. Við sjáumst í næstu viku. Bless krakkar.

Kannski ég vinni í Stundinni okkar þegar ég verð stór. Ég held að það myndi henta mér ágætlega.

mánudagur, janúar 03, 2005

Pælið í því ef að maður myndi halda partí og bjóða í það á blogginu sínu og fullt af fólki myndi koma sem maður þekkti ekkert eða þekkti kannski því það væri líka með blogg.

Samtal 1:
A: Hæ ég heiti Jón.
B: Ertu storijon.blogspot.com?!
A: Já það er ég.
B: Ég les alltaf bloggið þitt. Ég er folk.is/sara_gella.
A: Já ég hef aðeins tékkað á því. Hvernig finnst þér að nota folk.is?
B: Mér finnst það allt í lagi. En hvað gerðuru um áramótin Jón?
A: Æji ég fór í partí til blog.central.is/thehotties. En þú?
B: Ég var bara að hanga með hallifridriks.blogspot.com. Þekkir þú hann?
A: Já aðeins. Sá listann hans um topp 10 listann hans um bloggara ársins. Hann er rosalega hrifinn af solblom.tk. Skrýtið. En hey gaman að tala við þig.

Samtal 2:
A: Hæ gaman að sjá þig aftur! Hvað ert þú búin að vera að bralla?
B: Ég er bara búin að vera að vinna og svona.
A: Já þú ert að vinna í Hagkaup ekki satt?
B: Jú mikið rétt. Hvernig veistu það?
A: Æj, ég las það á blogginu þínu. '
B: Já það var einmitt mjög fyndið sem kom fyrir mig í fyrradag...
A: Þarna með gömlu konuna og köttinn?
B: Já hvernig...æj einmitt..ég bloggaði um það.
A: Eh já.
B: En hvað...hvernig hafðir þú það um jólin?
A: Bara rosalega gott. Ég fékk alveg rosalega óvænta gjöf frá...
B: Afa þínum? Þú bloggaðir einmitt um það.
A: Já alveg rétt.
B: Heyrðu ég var að pæla..
A: Hvort ég vildi koma í partí til þín næsta föstudag?
B: Eh já einmitt?
A: Ég postaði sko svarinu á kommentakerfinu þínu í dag. Tékkaðu bara á því.
B: Ah ókei. Bless.



Djöfull var þetta leiðinlegt.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Martröð á jólanótt var frumsýnd þann 30. desember við góðar undirtektir. Kvöldið var dásamlegt. Við fórum í sund og drukkum bjór í heita pottinum og síðan var partí hjá Hildi sem stóð langt fram á morgun. Við í stjórninni gistum og þóttumst taka til daginn eftir og pöntuðum pizzu.
Frumsýningin gekk vel þrátt fyrir smá tækivandræði.
Gamlárskvöldinu eyddi ég í faðmi fjölskyldunnar og borðaði kalkún og beilaði á því að fara upp að Perlu og horfa á flugeldana heldur var alein heima, stóð út í glugga og hugsaði um liðið ár og óskaði svo sjálfri mér gleðilegs nýs ár þegar tíminn kom. Dagurinn í dag hefur farið í að horfa á sjónvarpið, lesa og borða. Yndislegt.

Það er tvennt sem ég kunni ekki þegar ég var lítil sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér. Ég kunni ekki faðirvorið og ég kunni ekki að smella fingrum. Eftir heimsóknir til nágrannakonu minnar sem kenndi mér, óskírðu barninu, faðirvorið og aðrar bænir svo að ég myndi ekki brenna í logum helvítis var það vandamál úr sögunni en hið síðara hefur fylgt mér alveg þangað til nýlega.
Ég er nefninlega búin að vera svo stressuð útaf leikritinu og öllu stússinu í kringum það að ég hef smám saman, óafvitandi, lært að smella fingrum í einhverju stresskasti. Nú get ég ekki hætt og það er byrjað að fara í taugarnar á mínum nánustu en ég lít svo á að ég verði að vinna upp allan tímann sem ég missti í smelli í lífinu.

Jájá. Nýtt ár. Nýjir tímar. Nýtt fólk. Ný verkefni.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com