<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, desember 23, 2004

Aldrei hafa jólin verið mér jafn kærkomin og einmitt núna.

Eigið gleðileg jól kæru vinir og við sjáumst 30. desember þegar Martröð á Jólanótt verður frumsýnd.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Ég get ekki farið að sofa því þá vakna ég strax aftur og þarf að taka mig saman í andlitinu og fara upp í Loftkastala.

Afrakstur allrar þessarar vinnu verður síðan til sýnis þann 30. desember kl. hálf níu. Ætlar þú, kæri vinur, að mæta?

föstudagur, desember 17, 2004

Ég rakst á frekar góða færslu á blogginu hans Sindra. Hún er um mig...?

Ég var á balli í gær. Það var gaman.

Ég er að leka niður af þreytu. Ég eyði öllum dögum uppi í Loftkastala að æfa eða smíða eða lollast eitthvað.

Hvar er Finnur Kári?

Ég blogga seinna um eitthvað djúsí.

Mig langar að láta lífið það er svo kalt úti.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Ég er búin í prófum. Jess!

Já nú ætla ég að fara að taka til í herberginu mínu...eh.

mánudagur, desember 13, 2004

Ég var ofsalega mikið að hugsa í dag. Um Clueless.

Og allt í einu fattaði ég dáldið. Muniði þegar homminn er að koma í heimskókn og hún var að baka og allt brann og hann sagði "Honey you baked!" og hún segir "I tried" og þá er bara svona brenndur stubbur á plötunni.

Ég fór að hugsa um hvað hún hafi verið að reyna að baka. Og allt í einu kom svarið til mín eins og eldingu hafi lostið niður í brakandi haus minn. Hún var að baka svona tilbúið smákökudeig og las ekki leiðbeiningarnar og skar lengjuna því ekki niður heldur skellti henni beint í ofninn.

lol

Eitt annað sem mér fannst fyndið í Clueless var þegar nýja stelpan var á veitingarhúsinu og síðan kom eitthvað lag og þá fór hún að dansa svona með hendinni og syngja grátandi "Rolling with the homies."

lol

sunnudagur, desember 12, 2004

Bloggið er ekki dautt.

Ég fíla...

...fólk sem kommentar á síðuna mína. Reyndar alveg ógeðslega mikið. Mér þykir vænt um þetta fólk. Ég elska þetta fólk.

...suðusúkkulaði.

...aðrar tölvur en mína eigin þar sem maður getur ýtt á takka til að gera allt á blogginu.

...MSN. Góður samskiptamáti.

Ég fíla ekki...


...fjölskylduboð. Stundum.

...iPodinn hans bróður míns. Því ég á hann ekki.

...að taka til og læra. Því ég þarf alltaf að vera að gera það.



Fíla eða ekki fíla? Það er spurningin.

ps. Það stendur Don't steel music á nýja Ipoddaranum hans Andra bróðir míns. (ég hata orðið bróðir, ég veit aldrei hvort ég sé að beygja það rétt). Hann var að fá hann aftur frá Bandaríkjunum því hann eyðilagði hinn. Afhverjuuuuu?

laugardagur, desember 11, 2004

Það var svo gaman í gær.

föstudagur, desember 10, 2004

Today I'm going to write my thoughts in English.

Well. Today I took a bath. It was good because I was dirty.
Sometimes I wonder if there is a God. Well. I don't know. How about you? Are you God?

Hafsteinn is in the leikfélag. He is soooo flipped on the edge. Oh my god. Are you on acid God? I don't know. How about you? Well. Yes.

Good bye

Guð minn góður. Þarna klúðraði ég alvarlega.

Ég var að senda ímeila á félagsmiðstöðvar útaf leikritinu og var eitthvað að fíflast og skrifa svona bull s.s. brjóst og mamma þín því ég gat ekki klárað bréfið. Í miðjum svona leik senti ég óvart bréfið og þetta sendist til allra félagsmiðstöðva á landinu:

Kæra félagsmiðstöð.

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir þann 30. des nk.
söngleikinn Martröð á Jólanótt. Handritið er byggt á kvikmyndinni The
Nigtmare before Christmas eftir meistara Tim Burton og um er að ræða
fjöruga, flotta og skemmtilega sýningu fyrir krakka á öllum aldri.

Við viljum bjóða ykkur að sjá sýninguna á einstöku tilboði, 1000 kr. á haus.

Sérstök grunnskólasýning verður þann


DRULLIÐ YKKUR HEIM ÞARNA BÓLUGRÖFNU unglingar


Ég held að ég ætli að hengja mig. Bless.


Kvikmyndir:
Drowning by numbers eftir Peter Greenaway
Aladín og konungur þjófanna
Guffagrín

Drowning by numbers er ein besta mynd sem ég hef séð. Hinar eru svona...eh.

fimmtudagur, desember 09, 2004

Amma og afi koma í heimsókn:

Katrín labbar upp og henni til mikillar ánægju sitja amma hennar og afi þar
Amma: Nei, Katrín. Elskan mín, ert þú hér?
Katrín: Jújú. Hér er ég.
Amma: Veistu ég held að þú verðir bara fallegri með hverjum deginum.
Katrín: Ehh. Já....ehhhh
Pabbi: Hún var líka svo ljótur unglingur. Hahahahaha.
Katrín: Hahaha...haha..ha...ehh
Amma: Nei Björgvin! Ekki segja svona. Hún hefur alltaf verið svo falleg. Nema kannski þegar hún var nýfædd. Þá var hún svo lítil og föl. Á miðað við hann Kristján allavega. Hann hefur alltaf verið svo mikill jaki. Það var svo skrýtið að sjá þau saman. Hann var alltaf með svo stóran haus. En mikið lifandi skelfing ertu fögur.
Afi: Lofaðu mér bara að fara aldrei í fegurðarsamkeppni.
Katrín: Hahahaha ég get nú alveg lofað þér að ég geri það aldrei. Hahahaha. Foreldrar hlæja henni til samlætis
Amma: Hvað? Helduru að hún megi ekki fara í fegurðarsamkeppi ef hún vill. En þú þarft auðvitað ekki að sanna neitt fyrir neinum með því.
Katrín: Ehh nei... einmitt.
Ammma: Ég bíð alltaf eftir að sjá þig á pallinum.
Katrín: Öhh já. Ég veit ekki alveg...
Amma: Helduru að þú verðir ekki stolt af henni Didda?
Mamma: Ég efast nú um að það verði...
Amma: Hugsið ykkur. Katrín á sundbol (?) að taka við kórónunni...
Katrín: Grípur fram í Heyrðu ég verð eiginlega að fara að læra. Bless.
Amma: Já síðan er hún líka svo dugleg.
Katrín fer niður og í tölvuna.

Lífið getur verið svo furðulegt.


Það er æsispennandi vinsældarkeppni á blogginu hans jóns. Hef ég einhvern tíman minnst á það hversu góður gaur jón er? Ef ekki þá er tími til kominn!

Jón er góður gaur.

(fylgist með mér taka fyrsta sætið af Olgu)

Mig langar til þess að birta hér nokkrar myndir af hrossaflugum þar sem þær eru nú áhugamálið mitt...


Bína í góðum fíling



Smá fróðleiksmoli: Hrossaflugan heitir á ensku ýmist 'crane fly' eða 'daddy-long-legs' en seinna heitið er líka notað um köngulær sem líkjast hrossaflugum í útliti.

Mmmmmm ég fæ bara fiðring um allan líkamann. Hef samt komist að því að ég hef alls ekki komist yfir hrossaflugufóbíuna mína.




Maður dagsins: Diljá...



...fyrir eina bestu bloggfærslu sem ég hef lesið.

Lestu það. Matti er offline þannig að ég get ekki gert link hér. Þú verður bara að klikka á hana hér til hliðar.


þriðjudagur, desember 07, 2004

Þetta verður spennandi. Hver verður sjöþúsundasti gesturinn?!
Í verðlaun eru: Tvær Oriokexkökur



En já, próf á morgun. Þrjár færslur í dag. Nörd?


Færslurnar mínar verða sundurlausari með hverjum deginum sem líður. Í tilefni að því og sem framtak í átt að samhengi ætla ég að semja ljóð og reyna að færa þessa punkta saman í eitt meistaraverk:

Samhengislausar
færslur
ha?

Maður dagsins:

Jean-Pierre Jeunet

Ég er ekki byrjuð að læra. Ég sit ennþá í leyfisleysi á Bókasafninu.

Ég bý í Hafnarfirði. Ég flutti þangað þegar ég var í 7. bekk með tár í auga og eftirsjá í hjarta (ég var mjög dramatískur unglingur).
Fyrst um sinn hataði ég Hafnarfjörð útaf lífinu. Skólinn minn var leiðinlegur, krakkarnir voru leiðinlegur og andrúmsloftið var leiðinlegt. Þetta viðhorf var ráðandi þangað til núna.
Mér líkar ósköp vel við Hafnarfjörð. Það er mjög krúttlegur bær með gömlum húsum og fallegum miðbæ. Menningarlífið er ágætt og umhverfið fallegt.

Það breytir því samt ekki að um leið og ég get ætla ég að flytja burtu úr þessari skítaholu...

- - -

Ég hef verið að hugsa mikið um framtíðina. Hvað ætlar þú, kæri lesandi, að gera við lífið þitt? Skemmtileg pæling...

- - -

Oj hvað klukkan er margt. Það er örugglega búið að taka dótið mitt. Ónei.

Annað stórt skref er stigið í sögu Kapteinsins. Ég er að blogga á bókasafni.

Ég er að fara í enskupróf á morgun og ég er að lesa svo leiðinlega sögu. Hún er svona:


Þessi gaur...

Nú er ég búin að lesa öll blogg í heiminum 3 sinnum. Ég verð að fara að læra.
Ég skora á alla bloggara að vera duglegir að blogga í prófunum.

mánudagur, desember 06, 2004

Ég er uppi í skóla og það eru..1 og 1/2 tími í íslenskupróf.

Mér finnst mjög jákvætt að blogga oft. Sérstaklega í prófatímanum.

Inga er byrjuð að blogga aftur. Veit ekki alveg hversu jákvætt það er þar sem hún er frekar tæp.


Ótrúlega áhrifamikið verk eftir listamanninn mosa.

sunnudagur, desember 05, 2004

Hugsið ykkur hvað bloggið mitt væri leiðinlegt ef að áhugamálið mitt væru hundar. Þá myndi ég alltaf vera að birta myndir af svona litlum hundum í dúkkufötum.

Guði sé lof að áhugamálið mitt eru hrossaflugur.

En nú er ég að læra því það er próf á morgun. Og hér kemur mynd af uppáhaldsnamminu mínu:


Kvikmynd kvöldsins í kvöld:

Fightclub



Ég er að fara í íslenskupróf á mánudaginn. Það verður gaman.

föstudagur, desember 03, 2004

Tímamót í bloggsögu minni. Ég er að blogga í banka. Já ég er svo flippuð því ég er í leikfélaginu...

miðvikudagur, desember 01, 2004

Ég fór á Brigdet Jones.

Það var virkilega notalegt. Salurinn var fullum af kvenmönnum á öllum aldri sem stóðu sig allar að því að hugsa: "Ef hún getur það, því þá ekki ég?"
Og ég get alveg sagt ykkur að það er ofsalega viðkunnaleg pæling...




Nei uss Katrín. Nú ertu komin út í kókaínið.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com