<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, september 28, 2005

Samhengislausar hugsanir:

Ég sé fyrir mér að ég gæti bloggað á eftir. Ég er nýkomin í vinnuna og er þreytt. Mig langar að sofna. Ég er ofboðslega þreytt þessa daganna. Eða í dag og í gær.

Um helgina verð ég að vinna á landsmóti Samfés. Rúturnar leggja af stað kl. 6 á föstudagsmorgun. Ég sé fyrir mér að ég gæti sofið yfir mig. En krakkar, í alvörunni, ég á eftir að eiga svo ógeðslega mikinn pening. Í hvað á ég að eyða þeim?

(Ég spái því að inga komi með eitt stykki biturleika hér og segi: "bílpróf". Maður þekkir sitt heimafólk)

Mig langar að fara á kvikmyndahátíðina. Loksins, kvikmyndahátíð sem er EKKI í miðjum prófunum. Hvað á ég að sjá?

Unglingarnir eru byrjaðir að safnast sanab fyrir utan gluggan á félagsmiðstöðinni. Hvað á ég að gera ef þeir fara að reykja? Ég er strax byrjuð að kvíða fyrir. Ég nenni allaveganna ekki að opna strax.

Ég held ég sé vinnualki. Ég þreytist að minnsta kosti ekki á að bæta við mig vinnu. Bráðum verð ég í svona 80% vinnu með skóla. Ég er svo hörð.

Ég er búin að vera að hugsa. Ég held að það gæti mögulega verið að Legally Blonde sé besta mynd í heiminum. Hvað haldið þið?

Exercise gives you endorphins. Endorphins make you happy. Happy people just don't kill their husbands.


miðvikudagur, september 21, 2005

Það er klukkleikur í gangi og ég var klukkuð af Orra Tómassyni. Ef maður er klukkaður í klukkleiknum á maður að segja frá sjálfum sér í fimm staðreyndum. Og ég geri náttúrulega bara það sem mér er sagt:

Staðreynd eitt:Ég heiti Katrín. Það er engin fyndin saga á bakvið nafnið mitt. Mér finnst það ágætt. Bróðir minn heitir Andri. Hann er þremur árum yngri en ég og það var ofsalega fyndin saga á bakvið hans nafn. Ég er búin að gleyma henni en hún tengdist eitthvað páfanum og einhverju listaverki sem pabbi gerði þegar Andri fæddist. Pabbi minn heitir Björgvin og er grafískur hönnuður og framhaldsskólakennari. Hann er oft önugur og utan við sig en líka oft fyndinn og skemmtilegur. Mamma mín heitir Sigrún og er þroskaþjálfi. Stundum spyr ég hana hvort hún hafi tamið marga mongólíta í dag en henni finnst það sjaldan fyndið. Ég á eina kisu sem er gömul og feit og heitir Dimmalimm.

Staðreynd tvö:Ég er í skóla. Menntaskólanum við Hamrahlíð nánar tiltekið. Ég ætla að útskrifast í vor af félags- og málabraut. Eina ástæðan fyrir því að ég útskrifast á tveimur brautum er að heyra Rektor segja: "Katrín Björgvinsdóttir, af félags- og málabraut" í útskriftinni minni. Margt sem ég legg á mig er byggt á svona duttlungum. Uppáhaldskennarinn minn er Guðrún dönskukennari eða Eva þýskukennari. Minnst uppáhaldskennarinn minn er Guðrún Tulinius spænskukennari.

Staðreynd þrjú:Ég er í vinnu. Tveimur vinnum nánar tiltekið. Önnur vinnan mín er í Vitanum, félagsmiðstöð í Hafnarfirði (sem er dáldið skrýtið því að í grunnskóla var ég mjög andfélagsleg og mætti aldrei í félagsmiðstöðina). Ég vinn á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hin vinnan mín er í Loftkastalanum. Ég vinn oftast þar um helgar. Ég fæ fullt af peningum sem væri mjög gott ef ég kynni að fara með peninga. Ég skil ekki hvert allir peningarnir mínir fara. Ég á ekki einu sinni fyrir strætómiðum.

Staðreynd fjögur:Ég hef áhuga á ýmsu. Samt eiginlega engu. Ég á erfitt með að festa einbeitinguna á einhverju einu viðfangsefni. Mér finnst gaman að fara í leikhús. Mér finnst gaman að horfa á góðar kvikmyndir. Mér finnst gaman að skrifa. Ég hef gaman að leiklist. Ég hef gaman að bókum. Ég hef gaman að tungumálum. Ég hef gaman að því að ferðast. Ég hef gaman að fólki. Ég hef gaman að tónlist. Ég hef ofsalega mainstream áhugamál. En svona er ég. Mainstream.

Staðreynd fimm:Ég veit ekki hvað mig langar til þess að gera í framtíðinni. Mig langar að gera svo margt en er fljót að detta niður í minnimáttarkennd gagnvart fólkinu í kringum mig sem er með öll sín plön á hreinu. Innst inni hef ég samt engar áhyggjur því ég er búin að ákveða að líf mitt verður geðveikt. En hvernig geðveikt veit ég ekki.


Mmmm. Þetta var gaman. Úff ég er orðin svo meyr eftir alla þessa sjálfsskoðun. Klukkleikurinn er samt ekki búinn. Nú á ég að klukka fimm manns í viðbót. ÉG ætla að klukka:

1. Diljá - druslufugl.blogspot.com - KLUKK
2. Atli Bollason - bollason.blogspot.com - KLUKK
3. Erla - halastjarnan.blogspot.com - KLUKK
4. Jón Kristján - thejko.blogspot.com - KLUKK
5. Ragnheiður Sturlu - raggaplogg.blogspot.com - KLUKK

Þetta lítur vel út og ef að Diljá höndlar þetta álag þá getur bara vel verið að hún komist inn á hásetalistann aftur. Yfir og út.

mánudagur, september 12, 2005

Hæ!

Nenniði að drullast til að kommenta á þetta ömurlega blogg!

Ég ætla samt að segja eitthvað meira en þetta til tilbreytingar. Ég er í vinnunni minni í félagsmiðstöðinni Vitanum. Þar eru fullt af krökkum að spila ógeðslega hátt á píanóið. Ugh. Ég horfði á O.C. áðan. Ég er mjög skemmtileg þegar ég horfi á sjónvarp í Vitanum. Ég tala alltaf mjög mikið með öllum auglýsingum börnunum til mikillar gleði.

Dæmi:
Maður í auglýsingu: McFlurry á aðeins 299 kr. (Tónlist) I'm lovin' it.
Katrín: McFlurry á aðeins 299 kr. Barababbabaaaa æmmm lovin itt!
Börn: Ó Katrín.

Æ djöfull. Ég nenni þessu ekki. Bæ.

föstudagur, september 09, 2005

Ég hef ekki tíma. Það er mikið að gera. Ég er geðveikt dugleg í skólanum, fer í leikhús á hverju kvöldi (liggur við), vinn bæði í Loftkastalanum og Vitanum, er í leikfélaginu, safna peningum fyrir London-áfangann og hef samt tíma til að vera ógeðslega hress og aðlaðandi. Djöfull er ég fullkomin.

Tékkið samt á bestu síðu í heimi.

laugardagur, september 03, 2005

Haustið er komið og skólinn er byrjaður. Ég sé fram á ágætan vetur þó að 4. árs leiðinn sé aðeins farinn að láta á sér kræla. Stundartaflan mín er ágæt, fullt af götum en skemmtilegir áfangar á borð við spænskan kvikmyndaáfanga og leiklistaráfanga sem fer til London í leikhús. Ég er líka byrjuð að vinna aftur í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði sem er afspyrnu fínt (ég hef tileinkað mér orðaforða Björns Bergssonar). Kollegar mínir eru skemmtilegir og unglingarnir eru...miklir unglingar. Ég verð að vinna á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Það er gott vegna þess að a) ég fæ mikinn pening, b) AMERICA'S NEXT TOP MODEL BYRJAR NÆSTA MIÐVIKUDAG c) has lots of cash, d) has no visible scars, e) does not live with parents. Okay, how about, f) you're a gimp.

Í kvöld fer ég í leikhús á nýstárlegu sýninguna Rambó 7. Ég hef séð hana áður.

Og já...Antoine er byrjaður að blogga. Aftur. Ég hef ákveðið að linka á hann í ljósi þess að þann 11. september fer hann til Bretlands að leggja stund á leiklistarnám. Það verður gaman að fylgjast með honum þar og ég óska honum alls hins besta.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com