<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 29, 2006

Venjulega skoða ég ekki myspace því ég hata það og svoleiðis en þessi gaur...

mánudagur, mars 27, 2006

Ég fékk samviskubit yfir því að véfengja hina dyggu lesendur mínar.

Í gær fór ég á söngleikinn RENT í bíó. Félagar mínir voru kvenkyns í þetta skiptið (haha) og voru að sjá myndina í annað og þriðja skiptið. Ég sat alla myndina og gerði mitt besta við að fela hláturinn á meðan félagar mínir sátu með tárin í augunum og söngtextana á vörum sínum. Það jók að sjálfsögðu enn frekar á kátínu mína.

Ég á til með að deila með ykkur svo sem eins og einu kvóti úr þessari stórskemmtilegu mynd. Mér dettur auðvitað ekki í hug að vara einn eða neinn við að eftirfarandi frásögn muni innihalda spoiler. Ókei, reynið að setja ykkur inní þetta. Einhver dópistagella deyr ógeðslega dramatískt með söng á vörum og tár í augum (eins og félagar mínir tveir). Þegar allir vinir hennar eru búnir að gráta og syngja til skiptis þá súmmar myndavélin inn á hana og á öxlina og síðan niður allan handlegginn og staðnæmist loks á hendinni. Dramatísk músík hækkar meira og meira og viti menn. Fingurnir hreyfast! Gellan hóstar (eins og henni hefði verið bjargað frá drukknun af David Hasselhoff en ekki dáið hægt og illa úr alnæmi) og hóstar og segir síðan:

I was moving towards... this warm, white light. And I swear... Angel was there. And she looked good. And she said, "Turn around girlfriend, and listen to that boy's song. "

Og þá spilar aumingja dópistakærastinn hennar fyrir hana lagið sem hann samdi um hana og allir fóru að gráta og syngja. Án efa ein vesta mynd sem ég hef séð.

Þetta blogg er brandari, í alvörunni. Les þetta einhver?

laugardagur, mars 18, 2006

Ég vil óska öllum í leikfélaginu hjartanlega til hamingju með frumsýninguna á Íslenska Fjölskyldusirkusnum í gær. Um leið hvet ég ÞIG til þess að sjá þessa stórkostlegu sýningu.

Nánari upplýsingar hér!

þriðjudagur, mars 14, 2006

Lífið er ekki og verður aldrei eins og bíómynd. Djöfull þarf ég að fara að sætta mig við það bara.

sunnudagur, mars 12, 2006

Venjulega fordæmi ég fólk sem segir mér frá draumum sínum. En þegar ég er hætt að geta sofið út eftir kvöld úti á lífinu þá þarf ég að létta af mér og segja einhverjum frá þessu.

Draumurinn byrjar þar sem ég er að koma í skólann frá því að hafa veriði að gera eitthvað rosalega mikilvægt, svo mikilvægt að ég ætti alls ekkert að vera að koma í skólann. Klukkan er svona hálf þrjú þannig að síðasti tíminn er byrjaður fyrir dálitlu síðan og ég er alltof sein í þýsku. Ég kem við í matsölunni og fæ mér kók og síðan hringir út í litlu frímínúturnar í tvöfalda tímanum. Ég sé Evu þýskukennara labba þvert yfir Matgarð í rauðu peysunni sinni og með möppuna sína, af sínum ótrúlega þýska elegans. Ég hleyp brosandi að henni, fegin að vera með þessa pottþéttu afsökun fyrir að vera svona sein en mæta samt í tíma. Ég hlýt að fá roslegt goodwill út á þetta. En þegar ég kem að henni er hún rosalega reið í framan og vill ekki hlusta á mig. Ég elti hana út í gegnum Norðurkjallarainnganginn (það eru engar framkvæmdir í draumnum) og út á tún þar sem er hátt grindverk. Ég reyni og reyni að segja henni hvað það var sem ég var að gera og afhverju ég mæti svona seint og loksins stoppar hún og segir: "Allt í lachi. Hvað varchstu að gera Katrín?" og ég frýs. Ég get ekki með nokkru móti munað hvað ég var að gera. Ég reyni að kaupa mér tíma með því að byrja aftur og aftur á setningunni sem á að bjarga mér en ég hef ekkert að segja. Þá kemur Vala Halldórsdóttir aftan að mér og segir "Segðu henni bara að þú hafir verið að slá grasið." Ég segi Evu þetta og þá ranghvolfir hún augunum og segir: "Katrín, du ist in dybe Scheiße."

Og þá vakna ég í svitabaði og skjálfandi af hræðslu. Ég held að ég sé að verða geðveik.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Undanfarna viku hef ég verið að passa íbúð og kött í 101. Ég hef komist að því að ef ég ætti heima í 101 með Þóru myndi ég alltaf vera hamingjusöm og hress. En ef að ég væri alltaf hamingjusöm og hress þá myndi ég aldrei blogga um hversu líf mitt sökkar og hversu óendanlega bitur manneskja ég er. Og ef að ég myndi aldrei blogga um það myndu allir hætta að lesa bloggið mitt. Og ef að allir myndu hætta að lesa bloggið mitt þá myndi ég aldrei lenda í því að ókunnugt fólk gefi sig á tal við mig á skemmtistöðum borgarinnar til að segja mér frá því hversu vel það skemmtir sér við að lesa um ófarir mínar og kvartanir á löngum og einmanalegum vetrarkvöldum. Og það viljum við ekki.

Dæmi um það hvernig blogg ég myndi skrifa ef ég ætti heima í 101:

Hæ, í dag labbaði ég niður í bæ. Það tók 82 sekúndur. Ég fór á kaffihús og síðan fór ég heim aftur. En þegar ég kom heim þá langaði mig í meira kaffi svo ég labbaði bara aftur niður í bæ. Það var geðveikt gaman og tók ekki nema 40 sekúndur (ég hljóp). Síðan labbaði ég aftur heim. Þegar ég kom heim fór ég að búa til hafragraut og vaska upp. Það var líka rosalega gaman. Það er svo gefandi að vaska upp. Ó ég er svo hamingjusöm og glöð. Ég get ekki hægt að brosa. Endilega segiði hvað ykkur finnst í kommentunum.

Ps. ég er að hugsa um að breyta litinum á blogginu mínu í bleikt eða gult, hvað finnst ykkur elsku vinir?


Oj barasta. Eins gott að ég bý fyrir utan höfuðborgarsvæðið og hef nægan tíma til þess að velta mér upp úr mínu eigin volæði í öllum þeim löngu strætóferðum sem ég þarf að fara í til þess að komast inn í örlitla siðmenningu.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Ég er of upptekin við að vera kúl. Lesið þetta blogg á meðan.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com