<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 17, 2008

Það er eitthvað í loftinu hérna í Hollandi sem gerir mig óða í blogg. En það er ekki margt annað sem mögulegt er að verða óður í. Rotterdam er einstaklega óáhugaverð borg, ekki mikið að sjá né gera. En það er eitt sem gerir þetta ferðarinnar allrar virði.

Herrar mínir og frúr. Má ég kynna Kapsalon.

Kapsalon er réttur sem var fundinn upp í Rotterdam fyrir nokkrum árum. Í staðin fyrir að segja ykkur sköpunarsöguna (rotterdam gerir meira að segja sögur um skyndibita óáhugaverðar) kýs ég að líta svo á að guðalmáttugurskaparihiminsogjarðar hafi í annríki sínu um miðbik ársins 2006 gefið sér nokkrar mínútur til að setja saman þennan rétt, mögulega eitthvert af þessum þrúgandi einmanalegu kvöldum í eldhúsinu, lífbömmerinn og djammviskubitið að drepa hann, með ekkert til að borða nema gamlan skyndibita. Persónulega ímynda ég mér að hann hafi litið svo á að í landi vændiskona og eiturlyfja vantaði eitthvað til þess að veita hinum hollenska meðaljóni lífhamingju og eitthvað til þess að trúa á. Svo guð sagði Kapsalon, og það varð Kapsalon.

Kapsalon er lagskiptur réttur, borinn fram í álbakka með plastgafli stungið í sig miðjan.
1. lag: Franskar kartöflur
2. lag: Shawarmakjöt
3. lag: Sósa
4. lag: Bræddur ostur
5. lag: Kál


Þessi færsla er tileinkuð öllum þeim sem kunna ekki að meta tófú.

mánudagur, júní 16, 2008

Hér er ég. Enn og aftur. Að þessu sinni er söguhetjan ykkar stödd í Rotterdam, Hollandi í félagsskap elskulegrar ingusinnar.

Með klækjum sínum og prettum hefur hún leitt mig, gegn mínum vilja, að uppsprettu hamingju unglingsára minna. Staðurinn þar sem ég var metin að verðleikum, flækjur fullorðinsárana áttu ekki við og hugurinn bar mig hálfa leið.

En tímarnir breytast og líka ég. Nú er svo komið fyrir hetjunni ykkar að hún er vart talandi, hvað þá bloggandi. Ég læt því sjálfhverfar myndir af sjálfri mér duga í bili.

pimp myspace - Gickr

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com