<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 23, 2005

Þessi færsla mun einungis fjalla um nýju tölvuna mína.

Hæ, ég á nýja tölvu. Það er silfurlituð POWERBOOK. Hún er ótrúlega falleg. Eftirfarandi geri ég í nýju tölvunni:
1. Dánlóda (váááááá hvað það er gaman!!).
2. Horfi á hana (hún er roslega falleg).
3. Öskra og græt af pirringi (því ég kann ekkert á hana og allt er svo ótrúlega flókið).


Þessi maður elskar tölvuna sína eins og ég.

Jólin eru að koma.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Þetta kommentarugl er það fáránlegasta sem ég hef gert (þið megið samt alveg ennþá kommenta).

Um daginn var jólaball í Lækjarskóla (þar sem ég vinn (eða ég vinn í félagsmiðstöðinni)). Á jólaballinu er venja að kjósa skemmtilegasta Vitastarfsmanninn (Vitinn er sum sé félagsmiðstöðin) og í ár var ég kosin. Þetta var auðvitað ótrúlega gaman og ég fékk að upplifa að standa uppi á sviði með kórónu í miðjum vinsældarkosningunum, eitthvað sem ég fékk aldrei tækifæri á þegar ég var sjálf í grunnskóla. Ég fylgdist gaumgæfilega með Leggjum skólans, Rassi skólans, Pari skólans (hvað er málið með að krakkar í 9. bekk eigi kærustur og kærasta?), ungfrú og herra Lækjó og öllum hinum titlunum flykkjast upp á svið til þess að hljóta viðurkenningu frá samnemendum sínum. Því hvað er betra veganesti út í lífið en að hafa verið kosin Hár skólans í 10. bekk?

Ég hef aldrei almennilega skilið svona grunnskólavinsældakosningar. Þetta fór í taugarnar á mér þegar ég þurfti að mynda mér skoðun á tilteknum líkamspörtum samnemanda minna og skrifa þá niður á blað og jafnvel enn meira, nú þegar ég er komin til vits og ára. Hvernig stendur á því að mennta- og félagsmálakerfið leggur svona ótrúlega áherslu á að banna unglingum alla skapaða og óskapaða hluti (í Lækjarskóla er til dæmis mjög strangar reglur um hægri umferð á göngunum) en láta þessa hallærislegu hefð sig ekkert varða?

Eða kannski er ég bara bitur að ég hafi aldrei verið kosin Leggir skólans þegar ég var að alast upp.

föstudagur, desember 16, 2005

Komentaðu nafninu þínu og..

1. Ég segi þér eitthað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ég segi þér eitthvað sem bara þú og ég skiljum.

8. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt.

Ég skil ekki afhverju ég er að þessu...

mánudagur, desember 12, 2005

Á leiðinni heim úr vinnunni hjólaði ég næstum því á tvo ketti sem voru að hafa mök. Mér leið ofsalega skringilega eftir á.


Þessi kattamök eru heldur smekklegri en þau sem ég varð vitni að.

laugardagur, desember 10, 2005

Unnur Birna varð Miss World. Gott hjá henni.



Jólafríið mitt hefur farið fram út öllum mínum vonum. Ég sofna á morgnanna og vakna á kvöldin. Ég er búin að eyða ómældum tíma í að hanga í tölvunni og þróa hæfileika mína í HTML og Photoshop (langþráðir draumar). Ég er búin að horfa á stórt magn af dásamlegu DVD myndunum mínum og ég hef lokið við að lesa öll blogg sem ég veit um frá grunni. Já, líf aumingjans er dásamlegt.

Ég var tilnefnd til keipdúnksku vefverðlaunanna árið 2005 í kvennaflokki. Ég er mjög stolt. (Takið eftir hvernig ég HTML-aði tilnefningarstimplinum á bloggið mitt. Vökunæturnar skiluðu greinilega árangri.)

Ég vona svo að það fari að snjóa.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Ég man...



...þegar ég hlustaði á rapp.

Þegar ég byrjaði var ég sannfærð um að þetta yrði færsla aldarinnar. Ég hafði rangt fyrir mér.

sunnudagur, desember 04, 2005

Sá eini sanni?

+

Hey. Hver verður gestur númer þrjátíu þúsund?

föstudagur, desember 02, 2005

Í hvert einasta sinn sem ég skrái mig inn á blogger.com dettur mér í hug að blogga um lykilorðið mitt. En ég geri það aldrei.

Nú eru próf. Þetta er nú ekkert sérstaklega mikil törn hjá mér, ég fer í þrjú próf og ég er búin á þriðjudaginn. En ég er ekki á Íslandi í jólaprófum núna. Ég er komin svo miklu miklu lengra í huganum.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com