<$BlogRSDURL$>

föstudagur, október 29, 2004

Merkilegt:

Ég sat í mestu makindum í landafræði að gera verkefni/skoða blogg og fylgjast með/vera á msn þegar lítill gluggi kom upp í hægra horninu á skjánum. Þar stóð:

uglamaisol@hotmail.com has just signed in

Geðveikt!

miðvikudagur, október 27, 2004



ég hef ekkert að segja.

laugardagur, október 23, 2004

Það var einu sinni stelpa sem sagði: "Ég hössla ekki. Ég verð annað hvort ástfangin eða pipra."

föstudagur, október 22, 2004

69 dagar í frumsýningu. Fokk!

miðvikudagur, október 20, 2004

Guðmundur Jörundsson er byrjaður að blogga. Fyrsta færslan hans lofar góðu: "Hæ ég heiti gummi og hefur mig alltaf að byrja að blogga en hef ekki látið verða að því vegna vinsælda. nú er blogg dauðara en allt sem dautt er þannig að nú hef ég ákveðið að byja að blogga."
Skemmtileg hugsjón þar. Ég er búin að þurrka útúr minninu hvernig maður gerir link þannig að þið verðið bara að klippa (cut) linkinn út og líma (paste) hann inn í gluggan. Gangi ykkur vel.

http://gummihola.blogspot.com

Og að lokum,

skilaboð að handan:

birna says:
gúllas

mánudagur, október 18, 2004

Er bloggið dautt?

fimmtudagur, október 14, 2004

úff. það er svo leiðinlegt að blogga að það nær ekki nokkurri átt.

miðvikudagur, október 06, 2004

Lexía um hvernig er hægt að segja hluti á mismunandi vegu:

1. vegur:
Gærdagurinn var góður dagur. Ég rölti niður á Hlemm um kvöldmatarleitið með bónuspoka og í rónaúlpunni minni. Þar eyddi ég nóttinni, hálf sofandi og hálf vakandi, hálf úti og hálf inni, hálf dáin og hálf lifandi. Á einhverjum tímapunkti lognaðist ég útaf og lagði mig á gólfinu á Hlemmi undir bunka af yfirhöfnum en vaknaði svo fljótlega aftur og stóð úti í kuldanum að horfa á ókunnugar manneskjur lenda undir rútu. Um sjö leitið fór ég heim í úthverfahúsið mitt og dó í með svefnpoka yfir mér því ég er búin að týna sænginni minni. Ég vaknaði síðan áðan klukkan fimm og fór að klappa kettinum mínum.

2. vegur:
Í nótt fór ég sko að leika statista í myndinni hans Balta (Baltasar Kormáks en vinir hans og samstarfsmenn kalla hann sko Balta og ég ætla bara að gera það líka :) ). Klukkan sjö mætti ég galvösk með nokkrum fórnfúsum meðlimum leikfélagsins og vann okkur inn svona eins og einn ljósa- og sviðsmyndahönuð. Það var rosastuð þó að það hafi verið geðveikt kalt og við vorum sko alveg að frjósa :D
Við komum heim klukkan sjö um morguninn og ég fór bara stax heim að sofa því ég var svo þreytt. Það var samt geðveikt gaman sko og við vorum alltaf að syngja og vera í leikjum og svoleiðis. Allavega þá þarf ég að fara núna. Bæbæ!


sunnudagur, október 03, 2004

Gærkvöldið var ótrúlega skemmtilegt. Fullt af góðu fólki á Kaffibarnum og dásamlega súr stemmning sem náði hápunkti þegar Atli Bollason klæddi sig úr fötunum og dansaði uppi á borðum.

Ég hefði samt kannski frekar átt að vera að læra fyrir íslenskupróf sem ég er að fara í á morgun klukkan átta. Afhverju er svona erfitt að vera til?

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com