<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 25, 2008

Skeljagrandi 8:

Katrín: Hvað er ég að hugsa akkúrat núna?
Guðný: Þú ert að hugsa um hvort það fæðist einhvern tíman strákur sem syndir hraðar en hákarl.
Katrín: Vá! Það var nákvæmlega það sem ég var að hugsa!

Sönn saga.

föstudagur, janúar 18, 2008

Ég heiti Katrín. Klukkan er fjögur um nótt. Ég er að fá mér kaffi.

Ég viðurkenni að ég á við vandamál að stríða.

fimmtudagur, janúar 10, 2008

þetta er vitnun. ekki blogg:

"Annars allt gott að frétta. Ég gaf Ole rakhníf í jólagjöf án þess að vita það að tveir af ættingjum hans hafi drepið sig á slíku. Hefði kannski átt að hugsa það betur."
- Dóra Björt

Ég er búin að vista þrjár bloggfærslur sem uppköst síðan ég var hérna síðast. Helvíti gott stöff þó ég segi sjálf frá. Vandamálið er bara að ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð klára það sem ég byrja á. En fyrir ykkur sem heima sitjið er ég tilbúin til þess að leyfa ykkur að gægjast örlítið inn í hugarheim Konunnar sem klárar aldrei neitt.

Fyrsta bloggfærslan var skrifuð þann fjórtánda desember á síðasta ári. Hún fjallaði um listina að vera iðjulaus og réttlætti það sem lífstíl þeirra sem minna mega sín. Hún endaði á þessum orðum:

Það fyrsta sem maður þarf að gera er að gersneiða sjálfan sig að öllum metnaði, í hvaða mynd sem hann gæti birst.

Það vöru orð að sönnu. Ég hætti meira að skrifa minniháttar bloggfærslu. Það kalla ég gersneiðingu að hætti meistaranna.

Bloggfærsla númer tvö afsakaði örlítið bloggleysi (sem er líklega leiðinlegasta og mest notaða setning í bloggheimum. hverjum er ekki sama þó að þessi eða hinn hafi loksins fundið sér eitthvað betra að gera í örlítinn tíma en að skrifa rusl á internetið?) og fór í framhaldi að því að úskýra gátu dagsins (gátu síðasta árs). Þar óskaði ég Matthíasi Arnalds lítillega til hamingju með sigurinn og síðan hætti ég. Góð ákvörðun.

Blogg, taka þrjú. Ég er hætt að nenna að skrifa um það sem var ekki einu sinni nógu merkilegt til þess að klára það svo ég ætla bara að pósta tilraun þrjú í allri sinni dýrð:

Listin að lifa

Við lifum á erfiðum tímum þar sem fólk þarf að jafnaði að hafa sig allt við til þess að öðlast lífshamingju. En hvað er lífshamingja? Og hvað þarf maður að gera til þess að fylla líf sitt af henni?

Tjah, persónulega er ég ekki mikill aðdáandi þess að skilja lesendur mína eftir, spyrjandi sjálfa sig, heimspekilegra spurninga um lífið og tilgang þess. Það myndi leiða til ákveðinna svara sem myndi óhjákvæmilega leiða til snúningspunkta í lífi þeirra og þessir punktar myndu hætta á breytingar. Fólk færi að lesa bækur með heimspekilegum undirtón og innantómt blogg mitt myndi leggjast í eyði. Ég ætla þess vegna að svara þessum spurningum fyrir ykkur og spara bæði mér og ykkur öllum gríðarlega fyrirhöfn og mikinn tíma.

Kannanir Kapteinn Katríns hafa leitt í ljós að hægt sé að öðlast um það bil 79% lífshamingju með því að eignast maka. Með því að einblína á það markmið og láta nám, frama og sjálfsmynd liggja á hakanum er auðveldara að verða hamingjusamur fljótt. En fyrir mörgum vandast hér málið til muna. Fyrir suma er það að eignast maka jafn ómögulegt og að klífa fjall eða borða hákarl eða eitthvað álíka ómögulegt. Kapteinn Katrín Group hefur um mánaðaskeið rannsakað hegðum þessara tegunda og langar að vitna í eitt slíkt hér:

"...hefur mig alltaf langað í að eiga kærasta á jólunum."
- viðfangsefni 405

"...ég er enn þá gagnkynhneigð. Og mun vera það þar til ég dey. Svo strákar, sleiktilboðið (...) stendur enn."
- viðfangsefni 405

"...og reyna við mig og koma í sleik. Að því gefnu að sleikgefandi sé skemmtilegur. Og hringi í mig daginn eftir. Djók."
- viðfangsefni 405

"En nei, ég og Jón áttum aldrei í ástarsambandi."
- viðfangsefni 405

Rannsóknir sýndu að þrátt fyrir að vera öll að vilja gerð gekk ekkert hjá viðfangsefni 405 að para sig. Og ef að þú, kæri lesandi, kannast við eitthvað af þessu haltu þá áfram að lesa.



Ef þig vantar svör við afhverju í ósköpunum ég sé að pósta þessu rusli hérna inn þá get ég svarað því í stuttu og hnitmiðuðu máli. Ég fékk þá ágætu hugmynd áðan, þegar ég var búin að horfa á DVD alla nóttina og klukkan var orðin sex, að fara ekkert að sofa. Þannig að ég horfði á meira DVD, fór síðan í sund og klæddi mig upp í veisluföt. Og núna sit ég hér, að blogga. Ég sé hvíta bletti útum allt og er búin að hlusta á Chicago - If You Leave Me Now í þrjá klukkutíma samfleytt. Ég er líka búin að drekka mjööööööööööööög mikið kaffi og borða seríós þangað til mjólkin kláraðist.

Núna þori ég sem sagt ekki að lesa, því ef ég les þá sofna ég. Og ég þori ekki að horfa á meira DVD, því þá sofna ég. Þannig að ég er að hlusta á uppáhaldslagið mitt og blogga rusl. Kannski ætti ég að blogga meira um Randver og púðluhunda. Ég er samt smá eins og Bjössi Bolla því hann fór alltaf í sund þegar ég bjó í Hafnarfirði og ég fór í sund áðan. Ég held ég sé að tala við sjálfa mig. Ég geri mér alls ekki grein hvort ég sé að segja þessi orð eða hvort ég sé að skrifa þau. Ég ætla að drekka smá meira kaffi og síðan kem ég aftur.

Aftur hvert?

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com