<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Núna er ég að blogga af skyldurækni við aðdáendur mína. Þess vegna ætla ég að geyma það þangað til ég fyllist af andagift. Þangað til bendi ég á bloggið hennar Diljáar (Diljáar?) sem er byrjuð aftur eftir svona fjögurra ára pásu. Góð! Síðan ættu allir að kommenta á bloggið hennar Ingu. Hún er svo góð stúlka.

Sjáumst!

föstudagur, ágúst 19, 2005

Tveir stórvinir mínir eiga afmæli í dag. Ég óska bæði Guðnýju Hrafnkelsdóttur og Pétri Eggertssyni kærlega til hamingju með daginn. Einnig óska ég sjálfri mér hjartanlega til hamingju með að vera barnshafandi.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Langt síðan síðast. Ég skrifaði reyndar mjög langt og angurvært blogg um daginn sem fjallaði um framtíð mína (eða öllu heldur framtíðarleysi) og tilgang lífsins en síðan fór ég að æfa mig í HTML og þá strokaðist það því miður út. Er það bara ég eða er mest kúl í heiminum að kunna HTML? Ég vildi svo mikið óska þess að ég kynni HTML og gæti alltaf verið að kóða ógeðslega mikið og síðan færi fólk svona að tala við mig á MSN og væri eitthvað "hey katrín, hvað ertu að gera?" og ég bara "kóða" og þau bara "eh ok. kúl" og ég bara "ég veit. hef ekki tíma til að skrifa /href"bless"!-->". Djöfull væri það kúl.

Annað sem er kúl. Sonic Youth. Ég sneikaði mér inná tónleikana á Nasa í gær og varð ekki fyrir vonbrigðum (reyndar var ég ekki með neitt sérstaklega miklar væntingar þar sem ég var að fara að leigja spólu en rölti óvart framhjá Nasa á réttu augnabliki). Ah ég er svo mikill hipster.

Hmmm. Hvað er meira búið að gerast? P.E. sneri aftur frá Danmörku eftir sumarlanga dvöl. Mikið var gaman að fá hann aftur heim. Og síðan er skólinn að fara að byrja. Það verður nú aldeilis stuð. Ég bara með 90% mætingu og bara "hæ ég er katrín og ég er með 90& mætingu. ég ætla að fara að æfa mig í HTML. bæ." Djöfull verður það geðveikt.

Stundum hef ég svo miklar áhyggjur af sjálfri mér. Mér finnst ég vera svo fyndin stundum að ég fæ krampa og tár í augun og svitna á rassinum og á milli tánna. Stundum er ég svo ógeeeeðslega fyndin að ég hugsa um það augnablik allan daginn og dreymir það á næturnar og velti því fyrir mér afhverju engum öðrum finnst ég svona fyndin eins og mér. Ég er ekki að tala um svona "haha" eða "hehe" eða "lol" eða eitthvað svoleiðis heldur meira svona "LOOOOOLMOTHERFOKKINGHAHAHAHHAHAHHAHAFOKKASSLOOOLLOLLOLLOLOMGJÁÁÁÁÁÁVÁÞETTAVARSVOFYNDIÐSÁÐLÁTOGHAHAHAHHAHAHAHAHA". Það er sko allt annað en auðvelt að hafa allt þetta innan í sér í einu (haha sáðlát innan í sér) og þurfa að leyna því. Þetta er svona eins og fólkið sem er með horn og enginn sér þau því þau eru alltaf með húfu. Ég las einu sinni um svona húsvörð sem var með svona oggoponsulítil horn á hausnum en faldi þau með húsvarðahúfunni sinni. Í sömu bók var líka fólk með hala og síðan var einn gaur sem var með haus og svo annan haus með andlit á enninu og hinn hausinn var með annan persónuleika og var alltaf að segja gaurnum að drepa fólk og að hann væri ógeðslegur og gaurinn var bara "aaah ég meika þetta ekki". Það var ógeðsleg bók.

Þetta er mesta bull sem ég hef séð. Ég ætla aldrei að blogga aftur. Ugh.

föstudagur, ágúst 05, 2005

Í dag er gaman að vera í Loftkastalanum. Allt er fullt af glimmeri og fjöðrum og alkahóli og diskókúlum og hommum og lessum og regnbogafánum og pallíettum og leðri og hælaskóm og gerviaugnhárum og söng og hamingju. Í kvöld verður nefninlega haldin opnunarhátíð Hinsegin Daga.

Bráum flytur Erla til Danmerkur. Það hryggir mig. En bráðum koma líka krakkarnir aftur frá Danmörku. Það gleður mig. Svona er lífið. Það skiptast svo sannarlega á skin og skúrar. Því við skýin felum ekki sólina af illgirni. Dripp dropp. Hjólin á strætó snúast hring hring hring og ég skal mála allan heimin elsku mamma. Fjórir fílar lögðu af stað í leiðangur og í skóginum stóð kofi einn. Ég negli og saga og smíða mér bát og síðan á sjóinn ég sigli með gát. Er þetta hjólhýsi? Nei! Er þetta flugvél? Nei! Er þetta kattarkonan? Nei! Er þetta Súperman? Jáááááá!!!

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Mér þykir alltaf svo vænt um þegar fólk er svona duglegt við að kommenta.

Ég eyddi helginni í vellystingum austur á landi, nánar tiltekið á Borgarfirði Eystri, hjá ömmu og afa. Helgin fór í mestu að dunda mér í garðinum, slá og raka gras þó ég hafi kíkt á eins og eitt hagyrðingakvöld og sveitaball. Sveitaböll eru það dásamlegasta sem ég hef upplifað. Þetta er svo ólíkt kúlistastemmningunni á Kaffibarnum að það er eiginlega bara menningarsjokk. Allir kallarnir og kellingarnar safnast saman út á gólf og dansa eins og þau eigi lífið að leysa, stundum með mjög skringilegum útkomum. Öllum er nákvæmlega sama hvernig þau lúkka því þau eru bara þarna til að skemmta sér. Svoleiðis á lífið að vera.

Ég flaug svo suður í morgun, rjóð, sælleg og ennþá með grasið í hárinu.

Lag ferðarinnar: Álfaborgarsjens.

:,: Da, ra, ra, dirilídirí
vertu velkominn heim
í fagra fjörðinn kæra
í kvenfélagsgeim:,:

Borgarfjörður eystri, býður þér glens,
friðsæll og fagur í Álfaborgarsjens.
Hátíð við höldum og hér verðum öll,
og ef til vill hittum við álfa og tröll.

:,: Da, ra, ra, dirilídirí
vertu velkominn heim
í fagra fjörðinn kæra
í kvenfélagsgeim:,:

Er fjörðurinn birtist ég fæ alveg flipp
svo fögur er sjónin að mitt hjarta tekur kipp.
Staðarfjallið stöðugt og Svartfellið með,
og Dyrfjöllin öfug frá Héraði séð.

:,: Da, ra, ra, dirilídirí
vertu velkominn hér.
í fagra fjörðinn kæra
og skemmtu nú þér:,:

:,: Da, ra, ra, dirilídirí
vertu velkominn hér......

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com