<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 31, 2005

Cassie datt loksins út í Americas Next Top Model. Líf mitt hefur öðlast tilgang á ný.
Kannski þarf ég ekki að eignast barn eftir allt saman.

Ég hef frá engu áhugaverðu að segja svo ég ætla að búa til bloggfærslu úr öðrum bloggum:

Veðrið í NY var ógeðslega leiðinlegt í gær - meiraðsegja á íslenskan mælikvarða. En sem betur fer keypti ég mér mjög flotta glæra regnhlíf svo ég gat allavega verið pínu stylish. Málshættir dagsins voru misjafnir. Mamma fékk skrítin málshátt; Finnur er sætur. Málshátturinn þýðir í raun að hamingjan skiptir öllu máli í lífinu.

Tum nihil amplexus poterit divellere nostros, nec tu marcesces, nec lacrymabor ego. Heiminum er bjargað. Matur er stærsti og versti óvinur minn. Það voru grillaðar soja-pylsur í matinn í gær. Ég hef því ákveðið að hætta að rita hér eins lengi og ég tel best en er að öllum líkindum hættur að rita.

...

Eníveis, þessi bloggpása entist að sjálfsögðu ekki lengi enda er ávallt eitthvað sem mér liggur á hjarta. Oj, þetta hljómaði svolítið væmið, en kannski er ég bara væmin. Þegar ég svo kom með seinni koktelsósu handa manninum, frussaði hann út úr sér: "Mamma, þarf ég nokkuð að syngja hérna?" Ég veit ekki alveg hvar móðir mín hefur mig en ég hef alveg svakalega takmarkaðann áhuga á líkamspyntingum.

Lærdómur dagsins: það boðar ekki gott að kasta tómötum í dyraverði.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Ég fékk streptókokka um páskana en pensilínið mitt lagaði það 1, 2 og 3. Það var fínt.

Skólinn er byrjaður aftur. Jibbí. Ég er að hugsa um að eignast barn. Ég er viss um að það á eftir að slá á skólaleiðann.

fimmtudagur, mars 24, 2005

Kem aftur eftir smá stund. Mig langar svo í bjór að ég get ekki bloggað. Spurning um að bæta úr því í kvöld?

sunnudagur, mars 20, 2005

Ég er búin að fá gríðarlega mikið af kvörtunum yfir blogginu mínu undanfarna daga. Ég er ýmist ekki nógu dugleg við að vera reið út í lífið eða skrifa of langan texta. Ég er því hálf feimin núna.

Er í vinnunni. Inga er farin til útlanda, Finnur Kári er að fara í fyrramálið. Hvað er í gangi? Óska eftir vinum.

Ég er í vinnunni. Í kvöld hefjast tökur en þangað til ætlum við bara að undirbúa og æfa og svoleiðis. Rosa stuð.

Bæ.

laugardagur, mars 19, 2005

Mmm. Ég er búin að vera að "vinna" síðan klukkan 11 í morgun og er enn að. Við erum að undirbúa tökur á kvikmyndinni okkar, Fyrstu sporin, sem verða á morgun. Hún fjallar um strák sem fer í danskeppni til að vinna gervihjarta handa ömmu sinni.

Ég er svo ógeðslega flottri tölvu, ég veit samt ekki alveg hvað hún heitir en þetta er makki. Mmm ég elska hana.


Lög:
Toto - Africa
Madness - Our House

Ég er að rifja upp svo skemmtilega tima.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Það er svo óspennandi að vera ungur. Tímarnir sem við lifum á eru bara frekar óspennandi. Það er ekkert til að berjast fyrir lengur því við fáum allt upp í hendurnar áður en við áttum okkur á að við viljum það. Möguleikarnir eru endalausir. Ef við viljum upplifa eitthvað þá sláum við bara inn leitarorð í tölvuna okkar og við fáum upplifun. Kynslóðirnar á undan okkur eru búnar að berjast fyrir öllu, við erum búin að fá allt. Einu baráttumál unga fólksins er að fá að drekka á skólaböllum eða að geta keypt sér eiturlyf. Hvaða máli skiptir það þegar á heildarmyndina er litið. Allt fúttið er farið úr raunveruleikanum.

Við förum bara í menntaskóla eftir grunnskóla, förum í háskólanám eða listnám eða förum að vinna, allt án nokkurrar áreynslu því þetta hefur allt verið gert milljón sinnum áður. Ekkert sem við gerum er erfitt eða merkilegt. Það hafa allir misst ásvin, það hafa allir upplifað ástarsorg, það hafa allir fyndið fyrir mótlæti. Það er ekkert sem gerir okkur sérstakari en öll hin.

Það hafa líka allir hugsað um einmitt þetta, allir skrifað up einmitt þetta og það hafa allir gert allt sem ég geri. Lífið sökkar.

mánudagur, mars 14, 2005

Afhverju segir fólk frá draumunum sínum? Ég skil það ekki. Það er ekkert jafn leiðinlegt og að hlusta á langar og samhengislausar frásagnir af draumum annarra.

sunnudagur, mars 13, 2005

Þá er þessi helvítis, andskotans, djöfulsins ljóðarusl búið.

Lífið getur verið svo kúl. Sérstaklega þegar maður skefur rjóman ofan af skítnum og þekkir allt besta fólkið.

MSN er málið. Íslenska 503 líka. Bjarni Ólafs líka.

föstudagur, mars 11, 2005

Eitt orð: Ljóðaritgerð í íslensku 503.

En nóttin er ung og tónlist, dans, drykkja og gleði bíða mín ef ég get bara skrifað pínulítið í viðbót.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Stundum finnst mér leiðinlegt að hlusta á fólk, einungis því það er með leiðinlegar raddir.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Vinnan mín er svo skemmtileg. Guð minn góður. Fólkið sem ég vinn með er ótrúlega skemmtilegt, krakkarnir eru mjög kúl, sjónvarpssdagskráin er dásamleg og ég elska lífið.

Á laugardaginn fer ég á Draumleik í Borgarleikhúsinu. Ég hlakka til.

þriðjudagur, mars 08, 2005

Ég er að hugsa um að endurskoða lífsviðhorf mín. Hvort er betra? Að blekkja sjálfa sig og segja í sífellu að maður ætli að gera eitthvað en gera svo aldrei fyrr en á síðustu stundu og þá oftast illa. Eða að gera sér grein fyrir að maður á ekki eftir að gera eitthvað og sætta sig við það og einbeita sér að einhverju öðru í staðin?

Sum sé. Hvort er betra að ákveða að gera ljóðaritgerðina í íslensku 503 í dag, setjast við tölvuna og gera ekki neitt í svona 8 tíma eða gera sér grein fyrir því að maður á ekki eftir að gera hana í dag og fara þess vegna og hitta skemmtilegt fólk eða horfa á fallegar kvikmyndir í staðin?

Nú er ég komin í skólann. Ég missti að sjálfsögðu af strætó og öskraði örvæntingafull eftir honum í rigningunni en settist svo vonsvikin niður í strætóskýlið og ætlaði að bíða eftir næsta strætó. Þá stoppaði bíll fyrir utan skýlið og fullkominn maður hleypti fullkomnu konunni sinn út. Hún rak augun í mig og spurði mig með fullkominni röddu hvort ég hafi misst af strætó. Já sagði ég. Hún kinkaði kolli inní bílinn og hann gaf henni merki um að bjóða mér far. Hún spurði mig hvort ég væri að fara inní Reykjavík. Já sagði ég. Hún sagði: Viltu ekki bara fá far? Jú sagði ég. Hún kinkaði aftur kolli inn í bílinn og gaf mér merki um að setjast inn. Maðurinn var ungur maður, greinilega með fjölskyldu því það var barnastóll í aftursætinu og þetta var augljóslega fjölskyldubíll. Við spjölluðum saman á leiðinni í Hamrahlíðina og hann segir mér að hann sé slökkviliðsmaður og hafi verið í vinnuferð í Danmörku en hafi komið heim í nótt. Hann tók sér þess vegna bessaleyfi til að sofa aðeins út í morgun (ég greinilega líka). Hann á tvær dætur og átti heima í Svíðþjóð (Lundi), á Ísafirði og Akurreyri. Hann flutti síðan í Hafnarfjörðinn, fyrst á Suður-eitthvað en keypti hús fyrir stuttu í Kjóahrauni. Húsið er með bílskúr. Þegar í áfangastaðnum var náð stoppaði hann, við kvöddumst og ég fór ég íslensku 503.

Þetta er meira en ein setning myndi ég segja.

Ég er að hugsa um að hafa þetta svona súperfærslu. Ég er í stuði. Látum okkur sjá. Hvað var ég búin að lofa að skrifa um. Tékkum á því.

Í næstu færslu ætla ég að skrifa um komandi sumar, börn og framtíðina.
-Katrín Björgvinsdóttir, þriðjudaginn 8. mars, 2005, klukkan 09:56.

Ókei. Komandi sumar. Djöfull verður það geðveikt. Síðasta sumar var ekki svo geðveikt en þetta verður það. Skrýtið með svona sumur. Það skiptir eiginlega engu máli hvað maður er að gera, hvar maður vinnur eða hvert maður fer. Til dæmis var síðasta sumar ekkert sérstaklega æðislegt en samt var ég að vinna í geðveikri vinnu og fór á Hróaskeldu og svona stuð. Sumarið á undan því var hins vegar mjög eftirminnilegt en þá var ég að vinna hjá Sölufélagi íslenskra garðyrkjubænda með LAN-strákum í 7. bekk og andsetinni óléttri konu sem hélt því statt og stöðugt fram að ég væri líka ólétt.
Næsta sumar ætla ég hins vegar að hafa svo gaman. Hvernig veit ég ekki en hvort, það veit ég.

Börn. Hmm. Já nú man ég hvað ég ætlaði að segja. Ef að maður missir snuð á gólfið eða jörðina á maður aldrei að stinga því fyrst upp í sig og svo upp í barnið. Í rauninni er betra að stinga því beint upp í barnið því sýklarnir uppi í okkur eru mun skaðlegri barninu heldur en sýklarnir á götunni. Ég var bara að hugsa um þetta því ég sá mann gera þetta á kaffihúsi í gær. Mig langaði svo að sýna honum Rauðakrossbarnfóstrunámskeiðisskírtenið mitt og útskýra þessa staðreynd fyrir honum.

Framtíðin. Æ, ég ætlaði ekki að segja neitt merkilegt um framtíðina. Hún er rosa kúl og allt það.

Guð minn góður. Eldvarnakerfið í MH er komið á fullt og enginn hreyfir sig. Ofsalega er lítil sjálfbjargarviðleitni hjá unga fólkinu nú til dags.

Bæ.

Ég er veik. Eða svona smá. En veik engu að síður.

Bloggið mitt er ekki búið að vera uppá marga fiska síðast liðna daga og vikur. Ég myndi bæta úr því núna en ég er bara á leiðinni í strætó eftir svona 3 mín.

Í næstu færslu ætla ég að skrifa um komandi sumar, börn og framtíðina. Ég get ekki beðið og ef ég þekki ykkur rétt, kæru lesendur, getið þið það ekki heldur.

mánudagur, mars 07, 2005

Bloggaði ég ekki í gærkvöldi? Mér finnst endilega eins og ég hafi bloggað.

sunnudagur, mars 06, 2005

hæ. inga á afmæli.

fólk sem ég elska núna:

inga
erla
diljá
hildur
dóra
klemenz

föstudagur, mars 04, 2005

Ég er í íslensku 503. Bekkjarfélagar mínir heita Tobbi, Jakob og Aldís. Það er rosalega gaman.

Ég er svo svöng.

Ég þoli ekki að blogga þegar fólk er að horfa á mig.

Ég þoli ekki að blogga þegar fólk er að horfa á mig.

Ég þoli ekki að blogga þegar fólk er að horfa á mig.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com