<$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 28, 2005

Í dag er ég búin að fara tvisvar í sund. Í seinna skiptið settist sólin um leið og ég settist í pottinn. Mikið var ég spæld.

Ég þarf að fara að vinna. Bæ.

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég er ekkert í fýlu þó ég líti út fyrir það. Ég er bara að vaka eftir uppþvottavélinni.

Á laugardaginn fór ég í leikhús á Brotið í Harfnarfjarðaleikhúsinu. Mig langar ekkert sérstaklega að segja neitt frá því. Aðallega því ég get það ekki. Þetta var að minnsta kosti eitt það áhrifamesta sem ég hef séð.

Ég er hætt við að hata lífið. Ætla í staðin að hata einstaka manneskjur sem gera mér það leitt.

Þið megið öll deyja.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Dagurinn er búinn að vera ágætur. Nancy Sinatra og myndir af busaárinu mínu hafa einkennt hann.

Hér er ég sem busi. Rauðu flauelsbuxurnar mínar og strákaföt voru bestu vinir mínir:





Mikið er samt gaman að líta til baka (öll þessi tvö ár eða eitthvað) svona stundum. Ég man hvað mér fannst ógeðslega gaman í MH fyrsta árið mitt. Það leið næstum því yfir mig á hverjum morgni þegar ég kom í skólann. Það var allt svo nýtt og sykurhúðað. Manni fannst allir frábærir og elskaði allt. Uss, heimska barnsins er ótrúleg.

Annars er dagurinn búinn að vera ágætur eins og ég sagði. Held að ég sé komin á fasta daga í Vitanum (sem er félagsmiðstöðin sem ég vinn í). Þá snýst vinnan aðallega um að velja sér uppáhaldsstelpu í Americas next top model og vera geðveikt kúl (Uppáhalds mín er Yaya). Ég ætla að verða alveg eins og Jón Gnarr í einum Fóstbræðraþætti. Þá var hann svona glataður gaur sem var alltaf að reyna að vera vinur krakkanna. Ég gæti talað endalaust um hann en ég ætla ekki að gera það. Þetta er samt mjög fyndið atriði.

Matur dagsins: Beygla á The Bagel House

Kennaranemi dagsins: Dökkhærði þýskukennaraneminn

Lína dagsins: Þessi strákur...hann var sko ég. Ég náði aldrei langt í handbolta því ég byrjaði að reykja.

Debetkortið mitt er óendanleg uppspretta peninga. Ég elska það.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Mér finnst hafragrautur miklu betri en hrísgrjónagrautur.

Óregluleg so. í ófullkominni þátíð
SER = að vera
era
eras
era
éramis
erais
eran

IR = að fara
iba
ibas
iba
íbamos
ibais
iban

Nei ég hef ekki mikið að segja. Úff. Verð samt að læra þetta.

Skoðaðu þetta í staðin fyrir mig.


fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Dagurinn minn:

Ég gat ekki farið á lagningardaga því ég þurfti að fara að vinna. Fór í gamla leiðinlega grunnskólann minn og horfði á atriði frá hverjum einasta grunnaskóla í Hafnarfirði tvisvar. Mikið um freestyle og stelpur að hella yfir sig mjólk þar. Síðan komst ég að því að það væri uppselt á árshátíðina og þegar ég var búin að vinna fór ég heim. Ég var varla sest niður þegar frændi minn kemur með nýja iPodinn hennar mömmu. Síðan var vínarbrauð í matinn og ég hata vínarbrauð.

Oj.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Kvikmynd:
Sideways

Mig langar að vera eilífðarlúser sem hefur áhuga á vínum. Samt ekki.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Oh ég vildi að það væri komið sumar. Ég var að rifja upp síðasta sumar. Þá var ég í ógeðslega skemmtilegri vinnu og fór á Hróaskeldu og var alltaf úti á peysunni á Austurvelli.

Það var fluga inni hjá mér áðan. Það mætti nú alveg kalla það vísi að sumarinu. Oj.

Ég gleymdi:

Leikrit:
Að Eilífu í uppsetningu Herranætur. Ég hló og hló og hló bæði að ótrúlega fyndnum og vel leiknum karakterum og síðan (og stundum ennþá meira) að leikurum sem voru svo gjörsamlega úti á þekju að manni verkjaði í öll skynfæri. Burtséð frá því alveg makalaust leikrit. Til hamingju MR-ingar.

Næstu helgi ætla ég að gera eitthvað. Hver er geim?

Hlutir sem gera lífið ömurlegt:

1. Friðrik Þór Friðriksson. Hann er svo leiðinlegur. Hann er óáhugaverður, talar hægt og gerir eiginlega bara vondar myndir.



2. Mamma mín. Hún er að fara að kaupa sér iPod shuffle. Hún veit varla hvað það er.



3. Laukur


Ég nenni ekki að blogga en elska lífið.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Beygluhúsið
Áðan fór ég á The bagel house. Mmmmm.

Nú ætlar Sigríður Eir að blogga:
Ég ætla að segja ykkur sögu af því þegar að ég fór í skírn hjá lítilli frænku minni þegar ég var einungis á við einn stól á hæð. Þessa sögu ber að lesa með skrítinni röddu:
Barnið var skírt Diljá og þegar að skírninni var lokið spyr ég ömmu, "amma hvað þýðir nafnið Diljá, ég veit hvað já þýðir en hvað þýðir dill?, er það svona eins og kryddið ?". Amma sagði bara "NEI", því hún er lömuð fyrir neðan háls og þar með taldar málstöðvarnar en amma er með lítið lyklaborð á hjólastólnum sínu þar sem hún skrifar tilsvör sín, en hún var slíkur lukkunnar pamfíll að hendur hennar héldust næstum því óskaddaðar eftir slysið. Hún verður samt fljótt þreytt að skrifa og getur bara skrifað lítið í einu. Því spyr ég þig góði leandi hvað þýpðir nafnið Diljá ?

Takk fyrir þetta, Sigga.

Veist þú það?

Á fimmtudaginn sýnir hópurinn minn sem ég er að kenna leiklist atriði á Grunskólahátíð Hafnarfjarðar. Ég var að enda við að skrifa atriði. Það er um konu sem langar að verða dansari en er lömuð fyrir neðan mitti. Kannski dáldið svona...veit ekki alveg...kemur kannski bara í ljós...eh.
Ég hef komist að einu um grunnskólakrakka. Það eru bara til tvær gerðir. Skemmtilegir krakkar og leiðinlegir krakkar. Það er ekkert flóknara en það.

Finnur byrjaður að blogga aftur og þess vegna endurráðinn háseti. Hann er á síðasta séns og ef hann stendur sig ekki verða afleiðingarnar óendanlega ómannlegar.

Ég verð að fara að sofa.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Ég elska þegar ég sit í strætó og sé fólk sem er niðursokkið í sínar eigin hugsanir og það brosir svona pínulítið. Sérstaklega er það rómó þegar maður með blómvönd og í frakka brosir með sjálfum sér. Samt líka dáldið amerískt. Kannski er ást bara amerísk?

Leikhús:
Mýrarljós (var á generalprufu í Þjóðleikhúsinu)
Við erum öll Marlene Dietrich

Mikið er ég ánægð með lífið akkúrat núna. Það er allt í svo fullkomnu jafnvægi, samt ekki óþæginlega miklu jafnvægi. Það er svo góð tilfinning.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Me gusta vieja rock mucho porque es siempre clásico. Mi gupo favorito es The Doors o Las Puertas en español. Me gustan las Puertas porque su música es muy buena y me gusta el cantante, Jim Morrison mucho. The Doors tocan el rock y antes eran más conocidos pero no ahora porque no tocan música más.

Þegar ég fæ útborgað ætla ég að:

1. Borga skuldina á bókasafninu í Hafnarfirði
2. Borga skuldina á Borgarbókasafninu
3. Borga skuldina á Pizza Hut
4. Borga skuldina á vídjóleigunni
5. Borga Ingu
6. Borga öllum hinum sem hafa lánað mér
7. Kaupa Pizza Pronto

Ég hlakka svo til.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Gærkvöldið var mjög skrýtið.

Það byrjaði vel. Ég hélt matarboð fyrir leikfélagsstjórn sem var virkilega notalegt. Þegar þær sem eiga kærasta voru farnar heim að hafa mök héldu þær einhleypu í kaupstaðinn. Eftir að hafa síðan þvælst fram og til baka af hinum ýmstustu mannamótum enduðum við á Dillon. Þar var mikið fólk og mjög drukkin barþjónn. Ég nennti ekki að bíða eftir að hann áttaði sig á hvað hann ætti að vera að gera þarna svo ég smeygði mér bara bakvið barborðið og áður en ég vissi af var ég, kapteinninn sjálfur, farinn að afgreiða drykki í massavís. Drukkni barþjónninn lét sig hverfa og ég tók við. Eftir þónokkra stund kom eigandi Dillon og afgreiddi aðeins með mér, gaf mér staup og bjór, lokaði síðan barnum og bað mig um að fylgja sér með honum inná skrifstofu. Þar settumst við niður með ískaldan bjór og ræddum um allt milli himins og jarðar. Hann bauð mér vinnu og ég sagði honum að ég væri eiginlega bara átján. Honum fannst það nú ekki breyta miklu. Við rædddum um möguleika Dillon í framtíðinni. Um markhópa, matseðla, áfengi, barþjóna, þjónustulund, MH og rokkara.

Síðan fór ég bara heim. Djöfull er ég indí.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Halló!

Ég er 12 ára stelpa sem hef áhuga á að eignast pennavini á aldrinum 11-14 ára. Ég hef áhuga á hestum, strákum og að vera með vinum mínum. Ég safna servíettum og límmiðum. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Strákar, ekki vera feimnir að skrifa!

Hanna Rós Ívarsdóttir
Rósahvammur 4
237 Ísafjörður
Ísland

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Mig langar alltaf í Pizza Pronto.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Eva: uss, ég vil ekki tala við þig núna
Jakob: nú, hvern viltu þá tala við
Eva: (hugsar í soldin tíma) Ég vil tala við Jakob
Jakob: já en ég er Jakob
Eva: Ekki þig jakob
Jakob: ha, viltu tala við Jakob Bullerhjan?
Eva: nei
Jakob: Viltu tala við Jakob Filipus?
Eva: nei
Jakob: við hvern þá?
Eva: ææiii, skollótta Jakob
Jakob: Skóllótta Jakob hver er það?
Eva: skóllótti jakob, það er þarna aðalleikarinn í sýningunni
Jakob: hahahahahaha þú meinar að þú vilt tala við Halla

-tekið af síðunni hans Jakobs Ómarssonar. Mér fannst þetta að minnsta kosti ógeðslega fyndið. Hahahahahhahahha.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com