<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Áðan safnaðist fjölskyldan fyrir framan tölvuna og hlustaði á upplestur af bloggi bekkjarsystur litla bróður míns. Við hlógum okkur máttlaus og ég og mamma skiptumst á að lesa upp ljóðin/pomes upphátt fjölskyldunni til mikillar skemmtunnar. Eftir það las ég dæmi af nokkrum bloggum fyrir móður mína og talaði með henni á MSN:

Mamma: Tölum meira við Pétur
Katrín: Allt í lagi. Hvað viltu segja?
Mamma: Spurðu hann hvort hann hafi borðað eitthvað ógeðslegt!
Katrín: Eins og hvað?
Mamma: Eins og eitthvað fáránlegt...eins og kleinur með rabbabarasultu!
Katrín: Nei mamma það er ekkert fyndið.
Mamma: Víst er það fyndið!

Ég sýndi henni líka svipmyndir af nokkrum MH-ingum:

Mamma: Sýndu mér ljótustu manneskjuna í MH.
Katrín: Nei mamma. Það er ógeðslegt....(finn mynd)
Mamma: LOL

Já lífið er fínt, þó að mamma þín sé besti vinur þinn og að þú sért rotin að innan og hlægir af fólki sem er minni máttar í samfélaginu.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Má ég kynna gleðigjafan, glaumgosan og ástæðuna fyrir að ég er ekki búin að læra orð fyrir munnlegt spænskupróf:

Þetta er Íris Björg. Hún er fimmtán ára og er fædd á degi íslenskrar tungu. Henni þykir gaman að fara í bíó, spila keilu og skemmta sér. Bestu vinkonur hennar heita Anna og Linda.

Skemmtið ykkur.

Rétt í þessu flaug fyrsta flugan inn til mín. Því legg ég á og mæli svo um að sumarið sé formlega byrjað.

Takmörk í sumar:
1. Hætta að vera hrædd við hrossaflugur
2. Mér dettur ekkert annað í hug.

Í byrjun síðasta sumars ætlaði ég líka að venja mig af þessum kjánlega ótta en ég held að því miður sé ég aftur á byrjunarreit hvað það varðar. Hrossaflugur eru það ómannlegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð en í sumar verða þær jafningjar mínir og sálufélagar. Ég byrja ágætlega, að minnsta kosti kemur mér ágætlega saman við vorboðann ljúfa í glugganum mínum.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Í gær þvoði ég þrjár vélar af fötum. Ég held að ég verði virkilega myndarleg í framtíðinni. Mér finnst nefninlega svo gaman að sinna húsverkum.

Ég fékk sumarið beint í æð áðan. Ég sat flötum beinum með köttinn minn í fanginu úti á svölum og greiddi feldinn hennar með þar til gerðri greiðu. Og allt í einu heyrði ég í lóunni. Mmm.

Ég get ekki beðið eftir að loka mig inni og skrifa spænskuritanir í allan dag.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Nú er kominn nýr dagur og þess vegna á ég ekki lengur afmæli. Það hryggir mig.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Í dag á ég eins árs bloggafmæli.

Bloggið mitt hefur gengið í gegnum bæði regn- og þurrkatímabil og þrátt fyrir fjölda áskoranna að hætta að blogga höfum við þraukað í gegnum bæði súrt og sætt og haldið því til streitu að skrá niður tilviljannakenndar hugsanir mínar mér og öðrum til mismikillar ánægju. En tölurnar tala sínu máli og á einu ári hef ég fengið 15.149 heimsóknir. Hvort það er gott eða slæmt eða í meðallagi eða aðeins fyrir ofan eða neðan meðallag veit ég ekki en ég veit að þessi tala táknar aðeins eitt. Og það er ást.

Ég þakka ykkur, kæru vinir, fyrir samfylgdina í þetta geysigóða ár og vonandi koma mörg ár á eftir þessu ári.

Ykkar einlæg,
Katrín.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Þann nítjánda júlí næstkomandi fer ég til Frankfurt á Sigurrósartónleika. Ég er að missa mig í tilhlökkun.

Það eina sem ég kann að elda er pulsupasta. Það er líka uppáhaldsmaturinn minn. Þegar ég er búin að elda það ætla ég að blogga um ógeðslega skemmtilegan hlut. Ég er strax byrjuð að hlakka til.

mánudagur, apríl 18, 2005

Ég vinn í félagsmiðstöð.

Unglingur: Katrín
Ég: Já?
Unglingur: Ég sá síðuna þína um daginn
Ég: Nú já.
Unglingur: Já, og það stóð að þig langaði í BJÓR!
Ég: Eh...nei það hefur verið einhver...misskilningur.
Unglingur: Nei ég sá að það varst þú. Það stóð á einhverri MH heimasíðu að þetta væri síðan þín. Í alvöru.
Unglingur 2: Ha? Langaði þig í alvöru í BJÓR?!
Ég: Nei ég...þetta er eitthvað...krakkar. Ekki vera að tala um þetta...eh.
Yfirmaður: Hvað er hér í gangi?
Ég: Ekkert....bara smá flipp...
Unglingur: Katrín skrifaði á heimasíðuna sína að henni langaði í bjór. Alveg satt uppá æru og trú.
Yfirmaður: Er þetta satt Katrín?
Ég: Eh...nei. Eða ég veit ekki alveg...hvað...eða svona...hvernig maður á að túlka...sko...ég var ekkert að sko...æji þú veist hvernig þetta...getur...verið?
Yfirmaður: Katrín. Þú veist að hér í félagsmiðstöðinni gerum við okkar allra besta til að vera góðar fyrirmyndir fyrir villuráfandi börn sem vita ekki hvað snýr upp og hvað niður? Er það ekki alveg á hreinu?
Katrín: Jú algjörlega.

Ég er að hafa jafnmikil áhrif á unglinga og Eminem.

Halló. Ég fór í skólann í dag og ég fór í sund. Það var ekkert svaka gaman því ég gleymdi sundgleraugunum mínum og Hildur kom ekki. Síðan fór ég í stærðfræði og við lærðum annars stigs jöfnur og einhverjar aðrar jöfnur sem ég man ekki hvað heita en ég held að það hafi verið rótareitthvað. Síðan hitti ég Ingu og við fórum að ná í vinninga fyrir félagsmiðstöðina hennar og keyptum kafbát mánaðarins sem er með kalkúnabringu. Okkur finnst það besti kafbátur mánaðarins sem hefur verið. Ég borða samt ekki skinku því mér finnst hún vond. Inga borðaði og keyrði á sama tíma því hún hefur svo mikið að gera. Þegar ég kom heim fór ég aðeins í tölvuna og síðan fór ég í líkamsrækt með mömmu. Það var gaman. Þegar ég kom heim fór ég aftur í tölvuna og skrifaði allt sem ég gerði í dag. Það varð leiðinlegasta bloggfærsla sem ég hef séð. Þegar hún verður búin ætla ég að borða smá pítu og fara í vinnuna. Það verður örugglega svakalega gaman.

Ég sá La Mala Educación með elskhuga mínum Gael García Bernal í aðalhlutverki. Það var ágætt, ekki frábært heldur ágætt. Mér finnst ég alltaf vera rosalega góð í spænsku þegar ég horfi á myndir á spænsku en um leið og ég stíg inn í spænsku tíma hjá stórvinkonu minni og aðalóvini, Guðrúnu Tulinius, líður mér eins og hálfvita.

Tíska. Skringilegt fyrirbæri. Furðulegustu hlutir geta komist í tísku. Einu sinni var í tísku að segja hluti eins og "lennon" og "skull" og að elska Justin Timberlake. Nú er í tísku að segja "lol" og "guð minn góður" og "ugh" og cockslappa vini sína. Hvernig getur það að slá tippinu sínu í annað fólk á almannafæri komist í tísku? Maður getur varla verið á meðal karlmanna í MH nema að finna fyrir tippi slást í sig uppúr þurru. Mér finnst þetta hallærislegra en að segja "lennon" og ógeðslegra en skinka.

Ég ætla að fara að sofa.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Djammið í beinni

Ég hata að festast í Hafnarfirði yfir heila helgi. Það er ömurlegt að vera whitetrash úthverfastelpa sem horfir á Ungfrú Reykjavík með mömmu sinni á föstudagskvöldum.

Til hamingju með afmælið Finnur Kári.

laugardagur, apríl 09, 2005

Um daginn skrifaði ég svona fjórtánhundruð orða færslu en bloggerinn var bilaður.

Hún var um eftirfarandi:
1. Þessi færsla verður mjög löng
2. Ég fór á Megasartónleika áðan
3. Ég er að fara á árshátíð Lækjarskóla á morgun og Guðmundur Óskar og Hjörtur er að spila
4. Ég keypti kjól í dag

Núna, þegar ég er búin að skrifa færsluna og búin að fara á árshátíðina þá er ég mun vitrari. En ég ætla mér ekki að tala um það í dag. Reyndar ætla ég ekki að tala um neitt í dag. Nema það að mig langar í bíó í kvöld. Hver vill koma með?

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Ég er að blogga í Kringlunni í tilefni að því að ég sleppti mér í eyðslu í dag. Ég hef nefninlega fundið það út að ef ég eyði ekki laununum mínum strax í eitthvað sniðugt og skemmtilegt eyði ég þeim bara í nammi seinna meir. Og eins og maðurinn sagði: Minute on the lips, forever on the hips.

Jæja, þarf að kaupa meira. Bæ.

miðvikudagur, apríl 06, 2005





You Are 18 Years Old



18





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.



What Age Do You Act?


Oh eg er svo samkvaem sjalfri mer.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Áðan komu stelpur að safna dóti á tombólu fyrir veik börn. Ég gaf þeim alla mína unglingabúslóð á einu bretti. Mér leið ágætlega eftir það.

mánudagur, apríl 04, 2005

Stelpan sem situr við hliðina á mér er að gráta því gullfiskurinn hennar var að deyja.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com