laugardagur, júlí 31, 2004
Leynigestur bloggar í dag.
Óður til Katrínar.
Ég er blinduð af ást. Ég er blinduð af ást til konu. Ég er kona og ég er blinduð af ást til konu. Margir hlæja að mér og segja mig lesbíska en það er fjarri sanni því þó að ég sé blinduð af ást þá er það einungis platónsk ást. En hver getur svosem láð mér þegar að það er svona dásamleg manneskja sem að ég elska?
Mig langar að deila með ykkur ást minni á konunni og því sem að ég elska mest við hana.
1. Hún er samkvæmsjálfri sér og lætur engan vaða yfir sig.
2. Hún er með eindæmum hæfileikarík í næstum öllu sem að hún tekur sér fyrir hendur.
3. Hún er góður vinur sem að stendur með manni í gegnum súrt og sætt.
4. Hún er drullu skemmtileg og fyndin.
5. Hún kallar mig oft ljótum nöfnum eins og hóru og kókaínmellu en það er hennar leið til að tjá ást sína á mér.
6. Hún hlær að öllum misheppnuðu bröndurunum mínum.
Þetta er þó aðeins brot af öllu því sem að ég elska við hana.
Ykkur kæru lesendum gæti þótt þetta væmin og klisjukennd upptalning jafnvel viðurstyggileg, þið gætuð jafnvel gubbað yfir lyklaborðið svo mikil er andstyggð ykkar á þessu. En það er þó alls ekki ástæðan að vekja hjá ykkur nokkurs konar viðbjóð. Heldur er ég einungis að gera þetta til að sleikja vinkonu mína upp svo að hún vilja lána mér pening fyrir bjór.

Óður til Katrínar.
Ég er blinduð af ást. Ég er blinduð af ást til konu. Ég er kona og ég er blinduð af ást til konu. Margir hlæja að mér og segja mig lesbíska en það er fjarri sanni því þó að ég sé blinduð af ást þá er það einungis platónsk ást. En hver getur svosem láð mér þegar að það er svona dásamleg manneskja sem að ég elska?
Mig langar að deila með ykkur ást minni á konunni og því sem að ég elska mest við hana.
1. Hún er samkvæmsjálfri sér og lætur engan vaða yfir sig.
2. Hún er með eindæmum hæfileikarík í næstum öllu sem að hún tekur sér fyrir hendur.
3. Hún er góður vinur sem að stendur með manni í gegnum súrt og sætt.
4. Hún er drullu skemmtileg og fyndin.
5. Hún kallar mig oft ljótum nöfnum eins og hóru og kókaínmellu en það er hennar leið til að tjá ást sína á mér.
6. Hún hlær að öllum misheppnuðu bröndurunum mínum.
Þetta er þó aðeins brot af öllu því sem að ég elska við hana.
Ykkur kæru lesendum gæti þótt þetta væmin og klisjukennd upptalning jafnvel viðurstyggileg, þið gætuð jafnvel gubbað yfir lyklaborðið svo mikil er andstyggð ykkar á þessu. En það er þó alls ekki ástæðan að vekja hjá ykkur nokkurs konar viðbjóð. Heldur er ég einungis að gera þetta til að sleikja vinkonu mína upp svo að hún vilja lána mér pening fyrir bjór.

fimmtudagur, júlí 29, 2004
Ég fékk ánægjulegasta tölvupóst frá upphafi heimsins.
Í honum stóð að vegna 16 tíma seinkunnar sem ég lenti í hjá Iceland Express á leiðinni heim frá Danmörku, fengi ég fríkeypis far, fram og til baka til annað hvort Kaupmannahafnar eða London!
Ég ætla að taka mér smá tíma og íhuga möguleikana.

Í honum stóð að vegna 16 tíma seinkunnar sem ég lenti í hjá Iceland Express á leiðinni heim frá Danmörku, fengi ég fríkeypis far, fram og til baka til annað hvort Kaupmannahafnar eða London!
Ég ætla að taka mér smá tíma og íhuga möguleikana.

miðvikudagur, júlí 28, 2004
Dagarnir eru hverjum öðrum betri (Innskot frá höfundi: Þegar ég var lítil og pabbi minn sagði við okkur systkynin "þið eruð hverju öðru betra" sagði ég alltaf "og hver er á undan?" Já ég vildi að ég hefði ennþá þennan hárbeitta húmor).
Í dag átti stelpa í vinnunni minni afmæli og við (og þegar ég segi við meina ég allir krakkarnir sem ég ræð yfir) bökuðum köku og pönnukökur og keyptum gullfisk og sungum og höfðum gaman. Á morgun förum við í vatnsslag og í leikhús og leikum okkur ennþá meira. Mikið verður þetta ótrúlega gaman.
Ég veit ekki alveg hvað ég er að fá borgað fyrir.
Mikið elska ég fólk sem kommentar á blogg. Ég ætla að heita sjáfri mér að vera duglegri að kommenta á öll blogg sem ég skoða. Og hana nú.
Í dag átti stelpa í vinnunni minni afmæli og við (og þegar ég segi við meina ég allir krakkarnir sem ég ræð yfir) bökuðum köku og pönnukökur og keyptum gullfisk og sungum og höfðum gaman. Á morgun förum við í vatnsslag og í leikhús og leikum okkur ennþá meira. Mikið verður þetta ótrúlega gaman.
Ég veit ekki alveg hvað ég er að fá borgað fyrir.
Mikið elska ég fólk sem kommentar á blogg. Ég ætla að heita sjáfri mér að vera duglegri að kommenta á öll blogg sem ég skoða. Og hana nú.
sunnudagur, júlí 25, 2004
Saga af helgi:
Ég hef sjaldan eða aldrei gert þetta. Kannski er það aðgerðarleysi, minnimáttarkennd eða listræn túlkun á lífinu en ég hef aldrei bloggað um það sem ég gerði um helgina. En nú kemur það, saga af dásamlegri helgi.
Á föstudaginn fór ég með Ingu í mjög fámennt en góðmennt teiti til Hauks sem ég þekki lítið sem ekki neitt. Þar voru ég, Inga og þrír aðrir strákar. Við sömdum lag sem hljómaði svona:
Haukur, þú ert æði
Haukur, þú átt sæði.
Þú ert í MH
ekki í MK.
Haukur, þú ert frábær
Haukur, eins og smábær.
Þú átt heim'í Hafnarfirði
þar þú margar konur serðir.
Því að þú ert 18
ekki lengur 17.
Síðan fórum við í gott partí til Atla Viðars þar sem myndbandið við nýjasta hittið hans var sýnt. Þar var mikið stuð og ég þakka Ragnheiði Sturludóttur fyrir góð ráð. Eftir mikið af bjór fórum við til Gumma holu en svo lá leið okkar niður á Dillon og þaðan á Sirkus. Einhvers staðar þarna á milli hittum við Atla Bollason sem var virkilega góður á því og við rifjuðum upp skemmtilega tíma þráhyggju og óendurgoldnar ástar.
Í gær fór ég að vinna með listahópnum mínum á fjölskylduskemmtun í Hafnarfirði. Þar var ein fjölskylda en ókeypis svali. Það var ágætt.
Síðan fórum við Inga heim, náðum í svefnpoka og dýnur, sóttum Pétur og Ástu og lögðum af stað í ferðalag til Ólafsvíkur. Þar á Jóhanna heima og svo skemmtilega vildi til að hún var tvítug nokkrum dögum áður og var því efnt til veislu. Þar var boðið upp á dýrindis lambalæri, jarðaberjabollu, bjór og köku með kúlusúkki. Allt þetta plús stórskemmtilegur félagsskapur varð til þess að þetta var ei skemmtilegusta afmælisveisla sem ég hef nokkur tíman stigið fæti mínum í. Daginn eftir vaknaði ég í morgunmat og sprell og þegar liðið var á daginn lögðum við af stað heim.
Leikþáttur 1.
Persónur og leikendur:
Katrín - Ronja ræningadóttir
Pétur - Birkir Barkarsson
Ronja: AAAAAAAAAAAAHAAAAAAAAAAAAHAAAAAAAAAHAAAAAAAAAAA
Birkir: Hvað í ósköpunum ertu að gera Ronja?
Ronja: Þetta er vorópið mitt. Prófaðu, AAAAAAAAAAAAAAHAAAAAAAA...
Birkir: (röddin brestur örlítið) AAAAAAAAAAHAAAAAAAAAAAAHAAAAAAAAA. Vá Ronja. Þetta lætur mér líða svo....frjálsum.
Ronja: Já svo sannarlega. Nú vitum við að vorið er komið.
Nú hef ég prófað að skrifa um helgar. Mér líkar ekkert sérstaklega vel við það. Í rauninni eru ekkert sérstaklega miklar líkur á að ég setji þetta inn. Þetta ætla ég aldrei að gera aftur.
Ps. Ég er búin að kaupa mér The Shins þannig að þeir sem voru búnir að fjárfesta í hlutabréfum, aðeins til þess að gefa mér gjöf er bent á eftirfarandi hluti:
-Nýtt rúm
-Bílpróf
Pss. MSN-ið mitt er bilað. Hvað á ég að gera?
Ég hef sjaldan eða aldrei gert þetta. Kannski er það aðgerðarleysi, minnimáttarkennd eða listræn túlkun á lífinu en ég hef aldrei bloggað um það sem ég gerði um helgina. En nú kemur það, saga af dásamlegri helgi.
Á föstudaginn fór ég með Ingu í mjög fámennt en góðmennt teiti til Hauks sem ég þekki lítið sem ekki neitt. Þar voru ég, Inga og þrír aðrir strákar. Við sömdum lag sem hljómaði svona:
Haukur, þú ert æði
Haukur, þú átt sæði.
Þú ert í MH
ekki í MK.
Haukur, þú ert frábær
Haukur, eins og smábær.
Þú átt heim'í Hafnarfirði
þar þú margar konur serðir.
Því að þú ert 18
ekki lengur 17.
Síðan fórum við í gott partí til Atla Viðars þar sem myndbandið við nýjasta hittið hans var sýnt. Þar var mikið stuð og ég þakka Ragnheiði Sturludóttur fyrir góð ráð. Eftir mikið af bjór fórum við til Gumma holu en svo lá leið okkar niður á Dillon og þaðan á Sirkus. Einhvers staðar þarna á milli hittum við Atla Bollason sem var virkilega góður á því og við rifjuðum upp skemmtilega tíma þráhyggju og óendurgoldnar ástar.
Í gær fór ég að vinna með listahópnum mínum á fjölskylduskemmtun í Hafnarfirði. Þar var ein fjölskylda en ókeypis svali. Það var ágætt.
Síðan fórum við Inga heim, náðum í svefnpoka og dýnur, sóttum Pétur og Ástu og lögðum af stað í ferðalag til Ólafsvíkur. Þar á Jóhanna heima og svo skemmtilega vildi til að hún var tvítug nokkrum dögum áður og var því efnt til veislu. Þar var boðið upp á dýrindis lambalæri, jarðaberjabollu, bjór og köku með kúlusúkki. Allt þetta plús stórskemmtilegur félagsskapur varð til þess að þetta var ei skemmtilegusta afmælisveisla sem ég hef nokkur tíman stigið fæti mínum í. Daginn eftir vaknaði ég í morgunmat og sprell og þegar liðið var á daginn lögðum við af stað heim.
Leikþáttur 1.
Persónur og leikendur:
Katrín - Ronja ræningadóttir
Pétur - Birkir Barkarsson
Ronja: AAAAAAAAAAAAHAAAAAAAAAAAAHAAAAAAAAAHAAAAAAAAAAA
Birkir: Hvað í ósköpunum ertu að gera Ronja?
Ronja: Þetta er vorópið mitt. Prófaðu, AAAAAAAAAAAAAAHAAAAAAAA...
Birkir: (röddin brestur örlítið) AAAAAAAAAAHAAAAAAAAAAAAHAAAAAAAAA. Vá Ronja. Þetta lætur mér líða svo....frjálsum.
Ronja: Já svo sannarlega. Nú vitum við að vorið er komið.
Nú hef ég prófað að skrifa um helgar. Mér líkar ekkert sérstaklega vel við það. Í rauninni eru ekkert sérstaklega miklar líkur á að ég setji þetta inn. Þetta ætla ég aldrei að gera aftur.
Ps. Ég er búin að kaupa mér The Shins þannig að þeir sem voru búnir að fjárfesta í hlutabréfum, aðeins til þess að gefa mér gjöf er bent á eftirfarandi hluti:
-Nýtt rúm
-Bílpróf
Pss. MSN-ið mitt er bilað. Hvað á ég að gera?
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Blogg á sumrin er virkilega tilgangslaust.
Vinnan mín er skemmtileg og ég nota frítíma minn í að liggja í sólbaði á sundlaugarbökkum, funda með leikfélagsstelpunum mínum, horfa á kvikmyndir og fara á stefnumót við mismunandi fólk útum hvippinn og hvappinn. Það er dásamlegt.
Einhver að gefa mér þennan disk.
Vinnan mín er skemmtileg og ég nota frítíma minn í að liggja í sólbaði á sundlaugarbökkum, funda með leikfélagsstelpunum mínum, horfa á kvikmyndir og fara á stefnumót við mismunandi fólk útum hvippinn og hvappinn. Það er dásamlegt.

Einhver að gefa mér þennan disk.
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Listi yfir það sem þessi færsla mun hafa fram yfir síðustu færslur:
• Verður ekki í formi atómljóðs.
• Mun fjalla um eitthvað sem gerist, er að gerast eða hefur gerst í alvörunni en ekki bara í einangruðum hugsunum mínum.
• Hvorki orðið flauta né hrossafluga munu koma fram í henni (undanskilið hér á undan).
• Mun ekki verða þunglyndislegur, niðurdrepandi né leiðinlegur heldur varpa betri mynd á líf mitt, hugsanir og þrár einmitt þessa stundina.
• Hluti færlsunar verður settur upp í skipulagspunktum (•) sem ég var að enda við að finna á lyklaborðinu mínu.
Eftir að hafa skrifað þessa punkta hér fyrir ofan fór að ég að hugsa um enn annan veikleika minn. Ég er skipulagsfrík. -...- (tími fyrir mína nánustu til að fá hláturskast og þurrka framan úr sér tárin). Ekki misskilja mig. Að vera skipulagsfrík þýðir alls ekki að þér gangi vel í skólanum, skrópir aldrei, skóladótinu þínu sé raðað upp eftir stafrófsröð eða þú hafir yfirleitt einhverja stjórn á lífi þínu.
Nei þvert á móti fer allur þinn tími í að skipuleggja en enginn í að framkvæma skipulagið.
Líf mitt sveiflast á milli mismunandi tarna sem snúast um að koma lagi á líf mitt í eitt skipti fyrir öll en alltaf á mismunandi sviðum. Sviðin geta verið margskonar. Það er annað hvort námið, mataræði, blogg, umgengni, mannleg samskipti, tómstundir, hreyfing, fjármál eða félagslíf. Það skiptir ekki máli hvað það er, bara ef það er í fokki.
Það sem ég byrja vanalega á að gera, ef ég ætla á annað borð að koma einhverju í lag er að skrifa lista.
Listaæði mitt er búið að yfirtaka allar mínir gjörðir og hugsanir að ég get ekki komið neinu í framkvæmd nema að ég geri lista fyrst. Herbergið mitt er fullt af listum, allar stílabækur eru herteknar af þeim og ég er meira að segja byrjuð að skrifa lista yfir veggina mína. Listarnir fjalla yfirleitt um það hvernig ég ætla, með hugdirfsku og mikilmennskubrjálæði að umbreytast í pottþétta og miklu betri manneskju. Þeir eru síðan skreyttir með stjörnum, skýringarmyndum og öðru sem minnir óþægilega á vandræðaleg unglingsárin.
Ég veit ekki hvaðan þetta kemur og þetta væri í raun ekki svo slæmt ef að ég myndi ekki bara henda listanum þegar hann væri búinn til þess byrja á nýjum sem listar til dæmis hlutina sem ég skrifa of mikið á lista í stað þess að virkilega framkvæma eitthvað á listanum. Eitt er víst að þetta er vítahringur sem erfitt er að krafsa sig út úr og ég þarf virkilega að skrifa lista yfir hvernig ég á að fara að því.
Listinn "góði" hefur freistað margri skipulagsfríkinni í gegnum tíðina.
(Innskot frá höfundi: Þessi póstur var skrifaður á mörgum klukkutímum vegna þess að ég þurfti að endurræsa tölvuna svona fjórtán sinnum (engar ýkjur í þessum pósti, sbr. "• Mun fjalla um eitthvað sem gerist (...) og stórlegum ýkjum verður haldið í algjöru lágmarki.") til þess að halda nettenginu gangandi. Þess má geta að aðeins innan þessa innskots hef ég þurft að ræsa tölvuna þrisvar sinnum og þarf að gera það aftur núna. Hallelúja og drottinn blessi ykkur öll með tölu.)
• Verður ekki í formi atómljóðs.
• Mun fjalla um eitthvað sem gerist, er að gerast eða hefur gerst í alvörunni en ekki bara í einangruðum hugsunum mínum.
• Hvorki orðið flauta né hrossafluga munu koma fram í henni (undanskilið hér á undan).
• Mun ekki verða þunglyndislegur, niðurdrepandi né leiðinlegur heldur varpa betri mynd á líf mitt, hugsanir og þrár einmitt þessa stundina.
• Hluti færlsunar verður settur upp í skipulagspunktum (•) sem ég var að enda við að finna á lyklaborðinu mínu.
Eftir að hafa skrifað þessa punkta hér fyrir ofan fór að ég að hugsa um enn annan veikleika minn. Ég er skipulagsfrík. -...- (tími fyrir mína nánustu til að fá hláturskast og þurrka framan úr sér tárin). Ekki misskilja mig. Að vera skipulagsfrík þýðir alls ekki að þér gangi vel í skólanum, skrópir aldrei, skóladótinu þínu sé raðað upp eftir stafrófsröð eða þú hafir yfirleitt einhverja stjórn á lífi þínu.
Nei þvert á móti fer allur þinn tími í að skipuleggja en enginn í að framkvæma skipulagið.
Líf mitt sveiflast á milli mismunandi tarna sem snúast um að koma lagi á líf mitt í eitt skipti fyrir öll en alltaf á mismunandi sviðum. Sviðin geta verið margskonar. Það er annað hvort námið, mataræði, blogg, umgengni, mannleg samskipti, tómstundir, hreyfing, fjármál eða félagslíf. Það skiptir ekki máli hvað það er, bara ef það er í fokki.
Það sem ég byrja vanalega á að gera, ef ég ætla á annað borð að koma einhverju í lag er að skrifa lista.
Listaæði mitt er búið að yfirtaka allar mínir gjörðir og hugsanir að ég get ekki komið neinu í framkvæmd nema að ég geri lista fyrst. Herbergið mitt er fullt af listum, allar stílabækur eru herteknar af þeim og ég er meira að segja byrjuð að skrifa lista yfir veggina mína. Listarnir fjalla yfirleitt um það hvernig ég ætla, með hugdirfsku og mikilmennskubrjálæði að umbreytast í pottþétta og miklu betri manneskju. Þeir eru síðan skreyttir með stjörnum, skýringarmyndum og öðru sem minnir óþægilega á vandræðaleg unglingsárin.
Ég veit ekki hvaðan þetta kemur og þetta væri í raun ekki svo slæmt ef að ég myndi ekki bara henda listanum þegar hann væri búinn til þess byrja á nýjum sem listar til dæmis hlutina sem ég skrifa of mikið á lista í stað þess að virkilega framkvæma eitthvað á listanum. Eitt er víst að þetta er vítahringur sem erfitt er að krafsa sig út úr og ég þarf virkilega að skrifa lista yfir hvernig ég á að fara að því.

Listinn "góði" hefur freistað margri skipulagsfríkinni í gegnum tíðina.
(Innskot frá höfundi: Þessi póstur var skrifaður á mörgum klukkutímum vegna þess að ég þurfti að endurræsa tölvuna svona fjórtán sinnum (engar ýkjur í þessum pósti, sbr. "• Mun fjalla um eitthvað sem gerist (...) og stórlegum ýkjum verður haldið í algjöru lágmarki.") til þess að halda nettenginu gangandi. Þess má geta að aðeins innan þessa innskots hef ég þurft að ræsa tölvuna þrisvar sinnum og þarf að gera það aftur núna. Hallelúja og drottinn blessi ykkur öll með tölu.)
mánudagur, júlí 12, 2004
Ég fór í vinnuna í dag eftir milljón daga frí.
Andleysið hefur heltekið mig og ég vil ekki segja neitt nema það sé í virkilega slæmu og tilgerðarlegu atómljóði. Ég biðst forláts.
Án titils
Í dag.
Gaf ég listahópnum mínum sleikjóa.
Það var.
Ofsalega gefandi og blés blæstri í skáldið í mér.
Og þá.
Fæddist þetta ljóð.
Takk fyrir. Ég verð hér til eilífðar.
Andleysið hefur heltekið mig og ég vil ekki segja neitt nema það sé í virkilega slæmu og tilgerðarlegu atómljóði. Ég biðst forláts.
Án titils
Í dag.
Gaf ég listahópnum mínum sleikjóa.
Það var.
Ofsalega gefandi og blés blæstri í skáldið í mér.
Og þá.
Fæddist þetta ljóð.
Takk fyrir. Ég verð hér til eilífðar.