mánudagur, ágúst 23, 2004
Einu sinni var takki á lyklaborði. Hann hét P. P var frábrugðin hinum tökkunum að því leiti að hann átti sér draum. Honum dreymdi um að verða stjarna.
P vann hörðum höndum að því að verða stjarna, á hverjum degi æfði hann mismunandi hæfileika sem allir stuðluðu markvisst að frægð og frama. En svo, eins og öllum góðum sögum, kom babb í bátinn. Þannig var mál með vexti að P var takki á lyklaborði á tölvu sem var í eigu bókasafns Mosfellsbæjar. Þessi umrædda tölva var staðsett í dimmasta skúmaskoti safnsins og lenti því oft í því að þreyttir fræðimenn dottuðu lítið eitt við vinnu sína í tölvunni. Svo bar til að eðlisfræðingurinn Dr. Dott ákvað að leggja lokahönd á skýrslu sína um hegðunarmynstur letidýra sem hann hafði verið að vinna við, samfleytt, í fjóra sólahringa. Dr. Dott ákvað því auðvitað (fyrir framvindu sögunnar) að setjast við umrædda tölvu og færa lokaorð skýrslunar yfir á rafrænt form. Nema hvað, Doktorinn, sem hafði verið að vinna myrkranna á milli við rannsóknir og skriftir gafst ómeðvitað upp og steinsofnaði fram á lyklaborðið (sem fjallað er um). Aumingja P var ekki betur staðsettur en svo að hann lenti einmitt undir enni Dr. Dotts og þurfti að þola hrotur, hor og óbærilegan þunga alla nóttina. Það var ekki fyrr en um hádegisbil, daginn eftir að Dott rankaði við sér og horfði vonlaus á 14þúsundfimmhundruðogsjötíu blaðsíður af P-um. Hann nuddaði stýrurnar úr augunum og saup ískaldan sopa af gömlu kaffi. Síðan bretti hann hetjulega upp ermarnar og studdi vísifingri hægri handar á Backspace takkan. Eftir þrotlausa vinnu og blóð svita og tár var hann loksins kominn að lokaorðum síðustu nætur. P andvarpaði og þakkaði sínum sæla fyrir að þessari vítisnótt væri lokið.
P skildi núna að það var ekki nóg að láta sig dreyma um betra líf. Hann varð, rétt eins og Doktorinn, að leggja í þolinmæði, hugrekki og mikinn tíma. Og svoleiðis endar saga P.
P vann hörðum höndum að því að verða stjarna, á hverjum degi æfði hann mismunandi hæfileika sem allir stuðluðu markvisst að frægð og frama. En svo, eins og öllum góðum sögum, kom babb í bátinn. Þannig var mál með vexti að P var takki á lyklaborði á tölvu sem var í eigu bókasafns Mosfellsbæjar. Þessi umrædda tölva var staðsett í dimmasta skúmaskoti safnsins og lenti því oft í því að þreyttir fræðimenn dottuðu lítið eitt við vinnu sína í tölvunni. Svo bar til að eðlisfræðingurinn Dr. Dott ákvað að leggja lokahönd á skýrslu sína um hegðunarmynstur letidýra sem hann hafði verið að vinna við, samfleytt, í fjóra sólahringa. Dr. Dott ákvað því auðvitað (fyrir framvindu sögunnar) að setjast við umrædda tölvu og færa lokaorð skýrslunar yfir á rafrænt form. Nema hvað, Doktorinn, sem hafði verið að vinna myrkranna á milli við rannsóknir og skriftir gafst ómeðvitað upp og steinsofnaði fram á lyklaborðið (sem fjallað er um). Aumingja P var ekki betur staðsettur en svo að hann lenti einmitt undir enni Dr. Dotts og þurfti að þola hrotur, hor og óbærilegan þunga alla nóttina. Það var ekki fyrr en um hádegisbil, daginn eftir að Dott rankaði við sér og horfði vonlaus á 14þúsundfimmhundruðogsjötíu blaðsíður af P-um. Hann nuddaði stýrurnar úr augunum og saup ískaldan sopa af gömlu kaffi. Síðan bretti hann hetjulega upp ermarnar og studdi vísifingri hægri handar á Backspace takkan. Eftir þrotlausa vinnu og blóð svita og tár var hann loksins kominn að lokaorðum síðustu nætur. P andvarpaði og þakkaði sínum sæla fyrir að þessari vítisnótt væri lokið.
P skildi núna að það var ekki nóg að láta sig dreyma um betra líf. Hann varð, rétt eins og Doktorinn, að leggja í þolinmæði, hugrekki og mikinn tíma. Og svoleiðis endar saga P.
mánudagur, ágúst 16, 2004
Saga af fyrsta ökutímanum:
Í dag tók ég skref í rétta átt. Ég fór í ökutíma.
Ökukennarinn. hann Þór kom og sótti mig heim til mín og plantaði mér strax fyrir framan stýrið. Ég keyrði eins og herforingi um Álftanesið og Garðabæinn. Að mínu mati stóð ég mig eins og hetja á miðað við það að kennarinn minn var með pínkulítinn og klikkaðan tjivávahund í bílnum og sem tók einstöku flippköst og skreið undir bremsuna og bensíngjöfina og kúplinguna (ég lærði jú ýmislegt) og uppá mig. Þá byrjaði Þór að öskra mjög hvellt og reiðilega á hundinn sem sat í kjöltunni minni.
Þór: (Við hundinn) TÍTA! VILTU KOMA HÉRNA TIL MÍN. ÞÚ MÁTT ÞETTA EKKI!! (Við nemandan) Vertu bara róleg og beygðu til hægri elskan.
Katrín: Aaaah ég veit ekki hvað hægri er! (Fer yfir á rauðu ljósi)
Þór: Ég verð bara aðeins að skamma hana svo hún viti að þetta er ljótt. (við hundinn) TÍTA KOMDU HINGAÐ. ÓÞEKKA STELPA. HVAÐ ERTU AÐ GERA?! ÞETTA ER BANNAÐ!! Gefðu stefnuljós til hægri elskan.
Katrín: (Fer í fjórða gír í staðin fyrir annan) Æji sjitt! Ég fór í fjórða gír í staðin fyrir annan!
Þór: Ekki segja svona sjitt. Ég og Títa viljum bara heyra Úps! Þetta fer þér svo illa elskan. Beygðu útá önnur gatnamótin hérna elskan. Veistu hvaða hljómsveit þetta er?
Katrín: (með tárin í augunum því hún veit ekkert hvað önnur gatnamót eru) Nei er þetta Deep Purple?
Þór: Já einmitt. Þetta eru gömlu slagarnir sem maður hlustaði svo mikið á. Hvað er annars að frétta af Birnu? Rautt ljós elskan. Stígðu varlega á bremsuna og ýttu kúplingunni alveg niður í gólf.
Katrín: Já Birna er bara rosalega hress sko. (Keyrir aftan á bílinn fyrir framan sig) Æji fokk!
Þór: Ekki svona! Heldur tjivávahundinum uppi og segir: "Nei við viljum ekki svona Títa og ég. Við viljum bara heyra Úps!"
Katrín: Já einmitt. Úps!
Þór: En já er Birna ekki bara hress? Réttu stýrið af elskan. Fór hún í kórinn?
Katrín: (Alveg að keyra útaf) Jú hún er í kórnum. Alveg ofsalega glöð með það bara. Á ég að fara beint áfram?
Þór: Hahahaha. Já elskan. Alltaf að fara beint áfram nema að ég segi annað. Já frábært. Svona áfram bara. Þú átt réttinn núna. Síðan kenni ég þér hægri regluna í næsta tíma.
Þetta voru bara svona fyrstu fimm mínúturnar. Síðan gekk mér bara ótrúlega vel og trúi því statt og stöðugt að ég hafi loksins fundið köllun mína í lífinu. Að keyra bifreið.
Í dag tók ég skref í rétta átt. Ég fór í ökutíma.
Ökukennarinn. hann Þór kom og sótti mig heim til mín og plantaði mér strax fyrir framan stýrið. Ég keyrði eins og herforingi um Álftanesið og Garðabæinn. Að mínu mati stóð ég mig eins og hetja á miðað við það að kennarinn minn var með pínkulítinn og klikkaðan tjivávahund í bílnum og sem tók einstöku flippköst og skreið undir bremsuna og bensíngjöfina og kúplinguna (ég lærði jú ýmislegt) og uppá mig. Þá byrjaði Þór að öskra mjög hvellt og reiðilega á hundinn sem sat í kjöltunni minni.
Þór: (Við hundinn) TÍTA! VILTU KOMA HÉRNA TIL MÍN. ÞÚ MÁTT ÞETTA EKKI!! (Við nemandan) Vertu bara róleg og beygðu til hægri elskan.
Katrín: Aaaah ég veit ekki hvað hægri er! (Fer yfir á rauðu ljósi)
Þór: Ég verð bara aðeins að skamma hana svo hún viti að þetta er ljótt. (við hundinn) TÍTA KOMDU HINGAÐ. ÓÞEKKA STELPA. HVAÐ ERTU AÐ GERA?! ÞETTA ER BANNAÐ!! Gefðu stefnuljós til hægri elskan.
Katrín: (Fer í fjórða gír í staðin fyrir annan) Æji sjitt! Ég fór í fjórða gír í staðin fyrir annan!
Þór: Ekki segja svona sjitt. Ég og Títa viljum bara heyra Úps! Þetta fer þér svo illa elskan. Beygðu útá önnur gatnamótin hérna elskan. Veistu hvaða hljómsveit þetta er?
Katrín: (með tárin í augunum því hún veit ekkert hvað önnur gatnamót eru) Nei er þetta Deep Purple?
Þór: Já einmitt. Þetta eru gömlu slagarnir sem maður hlustaði svo mikið á. Hvað er annars að frétta af Birnu? Rautt ljós elskan. Stígðu varlega á bremsuna og ýttu kúplingunni alveg niður í gólf.
Katrín: Já Birna er bara rosalega hress sko. (Keyrir aftan á bílinn fyrir framan sig) Æji fokk!
Þór: Ekki svona! Heldur tjivávahundinum uppi og segir: "Nei við viljum ekki svona Títa og ég. Við viljum bara heyra Úps!"
Katrín: Já einmitt. Úps!
Þór: En já er Birna ekki bara hress? Réttu stýrið af elskan. Fór hún í kórinn?
Katrín: (Alveg að keyra útaf) Jú hún er í kórnum. Alveg ofsalega glöð með það bara. Á ég að fara beint áfram?
Þór: Hahahaha. Já elskan. Alltaf að fara beint áfram nema að ég segi annað. Já frábært. Svona áfram bara. Þú átt réttinn núna. Síðan kenni ég þér hægri regluna í næsta tíma.
Þetta voru bara svona fyrstu fimm mínúturnar. Síðan gekk mér bara ótrúlega vel og trúi því statt og stöðugt að ég hafi loksins fundið köllun mína í lífinu. Að keyra bifreið.
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Listahópurinn minn er að fara að setja upp leikrit. Þegar ég var að sauma búninga fyrir það uppgötvaði ég yfirnáttúrulega hæfileika mína í búningasaumi, og það þó ég segi sjálf frá. Ég bjó til trjáabúning, runnabúning og páfagaukabúning. Allt gríðarlega kúl.
Ég er búin að gera svo margt skemmtilegt. Ég fór á leikritið Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð, sett upp af leikhópnum Landsleik. Það var framar öllum vonum og hélt mér spenntri eins og regnhlíf allan tíman.
Síðan fór ég á leiklestrarkvöld um daginn þar sem Árni, Hjörtur, Jóna og Inga lásu verk eftir þau sjálf og aðra. Virkilega artí stemmning en mjög gaman.
Ég er byrjuð að sætta mig svo mikið við hluti sem ég gat ekki sætt mig við áður. Til dæmis finnst mér dásamlegt (með hléum) að búa í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er svo lítill og krúttlegur með alls konar hlutum sem finnast ekki annars staðar. Merkilegt nokk, eins og ég hataði þennan bæ af öllu mínu rottuhjarta.
Mikið hlakka ég til að byrja í skólanum, sérstaklega þegar leikfélagið er komið á fullt. Þetta verður bara crazy in the kitchen of love eins og skáldið sagði...
Ég er búin að gera svo margt skemmtilegt. Ég fór á leikritið Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð, sett upp af leikhópnum Landsleik. Það var framar öllum vonum og hélt mér spenntri eins og regnhlíf allan tíman.
Síðan fór ég á leiklestrarkvöld um daginn þar sem Árni, Hjörtur, Jóna og Inga lásu verk eftir þau sjálf og aðra. Virkilega artí stemmning en mjög gaman.
Ég er byrjuð að sætta mig svo mikið við hluti sem ég gat ekki sætt mig við áður. Til dæmis finnst mér dásamlegt (með hléum) að búa í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er svo lítill og krúttlegur með alls konar hlutum sem finnast ekki annars staðar. Merkilegt nokk, eins og ég hataði þennan bæ af öllu mínu rottuhjarta.
Mikið hlakka ég til að byrja í skólanum, sérstaklega þegar leikfélagið er komið á fullt. Þetta verður bara crazy in the kitchen of love eins og skáldið sagði...