<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 27, 2006

Elsku folk.

I dag er utskriftardagurinn minn og eg geri groflega rad fyrir tvi ad um tetta leiti a Islandi segi konrektor: "Katrin Bjorgvinsdottir, student af felagsfraedi- og malabraut, ekki vidstodd".

Nei, eg er ekki vidstodd. En hins vegar er eg buin ad liggja a italskri strond i dag, ahyggjulaus og afsloppud. Nu er eg a leidinni a barinn ad fa mer bleikan kokteil.

Italia er buin ad vera dasamleg, vid erum buin ad vera i Rom, Napoli og nuna buum vid i ibud lengst uppi i fjollunum. A hverjum morgni faum vid okkur nybakad braud, mozarellur og avexti og gongum sidan nidur tusund troppur, nidur fjallid og a strondina. Eg segi kannski betur fra tessu ollu tegar eg kem heim a fimmtudaginn.

Annars minni eg alla a afmaelis- og studentsveislu mina, laugardaginn 3. juni i Verinu, Loftkastalanum. Tad verdur stud.

Til hamingju allir studentar! Syng om studentens lyckelige dag! Eda eitthvad.

Og eg sakna ykkar og elska.

laugardagur, maí 13, 2006

Ég er farin til Ítalíu. Ég læt ykkur vita hvernig málum háttar. Sjáumst!

þriðjudagur, maí 09, 2006


mánudagur, maí 08, 2006

Það eru tíu mínútur þangað til síðustu vaktinni minni í félagsmiðstöðinni Vitanum lýkur.

Og það er komið sumar.

Fullkomin tímasetning?

fimmtudagur, maí 04, 2006

Fréttablogg:

1. Bráðum verð ég ekki lengur í MH. Það er ein ritgerð sem skilur á milli mín og frelsis. Ég hef ekki enn komist í það að skrifa þessa ritgerð. Hins vegar er ég búin að horfa á allar DVD myndirnar mínar með og án commentary auk þess sem ég er búin að hafa uppi á gömlum vinum, bekkjarfélögum og nágrönnum á myspace.

2. Ég er komin með vinnu í sumar. Ég mun starfa við þjónustustörf og kaffigerð á kaffihúsinu Segafredo við Lækjartorg. Gallar: Ég þarf að tala útlensku. Kostir: Kaffi er gott og það er gaman að horfa á fólkið á Lækjartorgi. Endilega komið og heimsækið mig.

3. Eftir rúmlega viku, beint eftir síðasta og jafn framt fyrsta prófið mitt, fer ég með fjölskyldu minni í bakpokaferðalag til Ítalíu. Við erum ekki með neinar áætlanir aðrar en að lenda í Róm laugardaginn 13. maí og fljúga frá Róm þriðjudaginn 30. maí. Meira um það síðar.

4. Í haust ætla ég að flytja til Danmerkur, Kaupmannahafnar nánar tiltekið að stunda nám við þennan skóla. Ég hlakka mega mikið til.

5. Þann fyrsta júní verð ég tvítug. Þann þriðja júní verður haldið mega afmælis/stúdents veisla í Verinu í Loftkastalanum. Öllum sem ég þekki er boðið.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com