<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 17, 2008

Það er eitthvað í loftinu hérna í Hollandi sem gerir mig óða í blogg. En það er ekki margt annað sem mögulegt er að verða óður í. Rotterdam er einstaklega óáhugaverð borg, ekki mikið að sjá né gera. En það er eitt sem gerir þetta ferðarinnar allrar virði.

Herrar mínir og frúr. Má ég kynna Kapsalon.

Kapsalon er réttur sem var fundinn upp í Rotterdam fyrir nokkrum árum. Í staðin fyrir að segja ykkur sköpunarsöguna (rotterdam gerir meira að segja sögur um skyndibita óáhugaverðar) kýs ég að líta svo á að guðalmáttugurskaparihiminsogjarðar hafi í annríki sínu um miðbik ársins 2006 gefið sér nokkrar mínútur til að setja saman þennan rétt, mögulega eitthvert af þessum þrúgandi einmanalegu kvöldum í eldhúsinu, lífbömmerinn og djammviskubitið að drepa hann, með ekkert til að borða nema gamlan skyndibita. Persónulega ímynda ég mér að hann hafi litið svo á að í landi vændiskona og eiturlyfja vantaði eitthvað til þess að veita hinum hollenska meðaljóni lífhamingju og eitthvað til þess að trúa á. Svo guð sagði Kapsalon, og það varð Kapsalon.

Kapsalon er lagskiptur réttur, borinn fram í álbakka með plastgafli stungið í sig miðjan.
1. lag: Franskar kartöflur
2. lag: Shawarmakjöt
3. lag: Sósa
4. lag: Bræddur ostur
5. lag: Kál


Þessi færsla er tileinkuð öllum þeim sem kunna ekki að meta tófú.

mánudagur, júní 16, 2008

Hér er ég. Enn og aftur. Að þessu sinni er söguhetjan ykkar stödd í Rotterdam, Hollandi í félagsskap elskulegrar ingusinnar.

Með klækjum sínum og prettum hefur hún leitt mig, gegn mínum vilja, að uppsprettu hamingju unglingsára minna. Staðurinn þar sem ég var metin að verðleikum, flækjur fullorðinsárana áttu ekki við og hugurinn bar mig hálfa leið.

En tímarnir breytast og líka ég. Nú er svo komið fyrir hetjunni ykkar að hún er vart talandi, hvað þá bloggandi. Ég læt því sjálfhverfar myndir af sjálfri mér duga í bili.

pimp myspace - Gickr

föstudagur, janúar 25, 2008

Skeljagrandi 8:

Katrín: Hvað er ég að hugsa akkúrat núna?
Guðný: Þú ert að hugsa um hvort það fæðist einhvern tíman strákur sem syndir hraðar en hákarl.
Katrín: Vá! Það var nákvæmlega það sem ég var að hugsa!

Sönn saga.

föstudagur, janúar 18, 2008

Ég heiti Katrín. Klukkan er fjögur um nótt. Ég er að fá mér kaffi.

Ég viðurkenni að ég á við vandamál að stríða.

fimmtudagur, janúar 10, 2008

þetta er vitnun. ekki blogg:

"Annars allt gott að frétta. Ég gaf Ole rakhníf í jólagjöf án þess að vita það að tveir af ættingjum hans hafi drepið sig á slíku. Hefði kannski átt að hugsa það betur."
- Dóra Björt

Ég er búin að vista þrjár bloggfærslur sem uppköst síðan ég var hérna síðast. Helvíti gott stöff þó ég segi sjálf frá. Vandamálið er bara að ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð klára það sem ég byrja á. En fyrir ykkur sem heima sitjið er ég tilbúin til þess að leyfa ykkur að gægjast örlítið inn í hugarheim Konunnar sem klárar aldrei neitt.

Fyrsta bloggfærslan var skrifuð þann fjórtánda desember á síðasta ári. Hún fjallaði um listina að vera iðjulaus og réttlætti það sem lífstíl þeirra sem minna mega sín. Hún endaði á þessum orðum:

Það fyrsta sem maður þarf að gera er að gersneiða sjálfan sig að öllum metnaði, í hvaða mynd sem hann gæti birst.

Það vöru orð að sönnu. Ég hætti meira að skrifa minniháttar bloggfærslu. Það kalla ég gersneiðingu að hætti meistaranna.

Bloggfærsla númer tvö afsakaði örlítið bloggleysi (sem er líklega leiðinlegasta og mest notaða setning í bloggheimum. hverjum er ekki sama þó að þessi eða hinn hafi loksins fundið sér eitthvað betra að gera í örlítinn tíma en að skrifa rusl á internetið?) og fór í framhaldi að því að úskýra gátu dagsins (gátu síðasta árs). Þar óskaði ég Matthíasi Arnalds lítillega til hamingju með sigurinn og síðan hætti ég. Góð ákvörðun.

Blogg, taka þrjú. Ég er hætt að nenna að skrifa um það sem var ekki einu sinni nógu merkilegt til þess að klára það svo ég ætla bara að pósta tilraun þrjú í allri sinni dýrð:

Listin að lifa

Við lifum á erfiðum tímum þar sem fólk þarf að jafnaði að hafa sig allt við til þess að öðlast lífshamingju. En hvað er lífshamingja? Og hvað þarf maður að gera til þess að fylla líf sitt af henni?

Tjah, persónulega er ég ekki mikill aðdáandi þess að skilja lesendur mína eftir, spyrjandi sjálfa sig, heimspekilegra spurninga um lífið og tilgang þess. Það myndi leiða til ákveðinna svara sem myndi óhjákvæmilega leiða til snúningspunkta í lífi þeirra og þessir punktar myndu hætta á breytingar. Fólk færi að lesa bækur með heimspekilegum undirtón og innantómt blogg mitt myndi leggjast í eyði. Ég ætla þess vegna að svara þessum spurningum fyrir ykkur og spara bæði mér og ykkur öllum gríðarlega fyrirhöfn og mikinn tíma.

Kannanir Kapteinn Katríns hafa leitt í ljós að hægt sé að öðlast um það bil 79% lífshamingju með því að eignast maka. Með því að einblína á það markmið og láta nám, frama og sjálfsmynd liggja á hakanum er auðveldara að verða hamingjusamur fljótt. En fyrir mörgum vandast hér málið til muna. Fyrir suma er það að eignast maka jafn ómögulegt og að klífa fjall eða borða hákarl eða eitthvað álíka ómögulegt. Kapteinn Katrín Group hefur um mánaðaskeið rannsakað hegðum þessara tegunda og langar að vitna í eitt slíkt hér:

"...hefur mig alltaf langað í að eiga kærasta á jólunum."
- viðfangsefni 405

"...ég er enn þá gagnkynhneigð. Og mun vera það þar til ég dey. Svo strákar, sleiktilboðið (...) stendur enn."
- viðfangsefni 405

"...og reyna við mig og koma í sleik. Að því gefnu að sleikgefandi sé skemmtilegur. Og hringi í mig daginn eftir. Djók."
- viðfangsefni 405

"En nei, ég og Jón áttum aldrei í ástarsambandi."
- viðfangsefni 405

Rannsóknir sýndu að þrátt fyrir að vera öll að vilja gerð gekk ekkert hjá viðfangsefni 405 að para sig. Og ef að þú, kæri lesandi, kannast við eitthvað af þessu haltu þá áfram að lesa.



Ef þig vantar svör við afhverju í ósköpunum ég sé að pósta þessu rusli hérna inn þá get ég svarað því í stuttu og hnitmiðuðu máli. Ég fékk þá ágætu hugmynd áðan, þegar ég var búin að horfa á DVD alla nóttina og klukkan var orðin sex, að fara ekkert að sofa. Þannig að ég horfði á meira DVD, fór síðan í sund og klæddi mig upp í veisluföt. Og núna sit ég hér, að blogga. Ég sé hvíta bletti útum allt og er búin að hlusta á Chicago - If You Leave Me Now í þrjá klukkutíma samfleytt. Ég er líka búin að drekka mjööööööööööööög mikið kaffi og borða seríós þangað til mjólkin kláraðist.

Núna þori ég sem sagt ekki að lesa, því ef ég les þá sofna ég. Og ég þori ekki að horfa á meira DVD, því þá sofna ég. Þannig að ég er að hlusta á uppáhaldslagið mitt og blogga rusl. Kannski ætti ég að blogga meira um Randver og púðluhunda. Ég er samt smá eins og Bjössi Bolla því hann fór alltaf í sund þegar ég bjó í Hafnarfirði og ég fór í sund áðan. Ég held ég sé að tala við sjálfa mig. Ég geri mér alls ekki grein hvort ég sé að segja þessi orð eða hvort ég sé að skrifa þau. Ég ætla að drekka smá meira kaffi og síðan kem ég aftur.

Aftur hvert?

fimmtudagur, desember 13, 2007

Gáta dagsins:



Hver á höndina?

þriðjudagur, desember 11, 2007

Ég hef ákveðið, eftir margra ára umhugsunartíma og bæði strjált og leiðinlegt blogg að snúa aftur. Ég ætla að endurvekja Kapteinn Katrín veldið og endurheimta heimsfrægð mína á þeim grundvelli. Ég er orðin leið á að vera nóboddí.

Þetta voru glæstir tímar. Tímar þar sem alþjóð vissi allt um mínar innstu tilfinningar og þrár, framandi menn ávörpuðu mig á börum borgarinnar sem Kapteininn og spurðu mig með suðrænum hreim hvernig mér litist á að verða hin nýja Beta Rokk, ritarar bókaforlaga hringdu í tíma og ótíma og báru undir mig fjárhagsáætlanir og uppköst af útgáfusamningum, tímar þar sem lífið var einhvern vegin bjartara og allir vegir voru færir.

Svo, ég býst við að ákvörðun mín komi ykkur ekki í opna skjöldu og þið farið að fylgjast með reglulega, æfa suðræna hreiminn ykkar og öskra á mig í röðinni á kaffibarnum: "Hey, þetta er Katrín. Kapteinn Katrín. Sjáið öll saman. Hættum þessu helvítis rugli og förum heim, lesum góða bók og fróum okkur áður en við sofnum. Það er einhvern vegin aðeins minna niðurlægjandi en þetta."

En nóg um það hvað ég hata margt. Í ljósi þess hversu oft ég kem með yfirlýsingar á þessu bloggi hér, um hvernig að nú muni allt breytast til hins betra og hér með muni ég hætta að væla, eða hætta að skrifa um hvað ég hata Kaffibarinn mikið og fylgi þeim aldrei nokkurn tíman eftir, ætla ég að láta hér fylgja örlítið öpdeit á lífi mínu sem þið, kæru aðdáendur, hafið misst af í gegnum árin.

Yfirlýsing endar.
Blogg byrjar.

Þegar við skildum við söguna síðast bjó ég sældarlífi í Kaupmannahöfn. Vinnan mín hafði brunnið niður ásamt einum af betri skemmtistöðum Danmerkur. Ég var atvinnulaus og á leiðinni til Íslands aftur. Eftir þá færslu kom ég með smá follow-up af gamalli færslu sem allir kannast við, Slæma Stefnumótið. Þar kynnti ég til sögunnar genabreyttan frakka sem af einhverjum ástæðum skildi íslensku og var ekki sáttur við stefnumótafærni mína og lét í sér heyra. Og síðasta færslan var síðan óskýr klippa úr táningamyndinni Clueless þar sem aðalsöguhetjan fellur á bílprófinu sínu.

Ég, hins vegar, náði mínu. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ökukennarans míns, tíu mínútum fyrir próf, að ég kynni ekki að keyra fyrir fimmaur. Feis á hann. Eftir þennan persónulega sigur fór ég að vinna við Mannaveiðar, spennuþætti í framleiðslu fyrir Ríkissjónvarpið. Þar klessti ég þrjá bíla. Feis á mig.

Af frakkanum góða er lítið að frétta. Hann sendir mér hins vegar skilaboð eftir skilaboð á félagsvefnum feisbúkk þar sem hann reynir að taka upp þráðinn og ég hef kosið að svara ekki. Ég er búin að særa nóg af frönskum hjörtum.

Eftir að verkefninu Mannaveiðar var lokið datt ég inn í örlitla vinnu í stuttmynd, í viku eða svo. Ég klessti engan bíl. Feis á hann.

Til þess að taka saman bílafeisin í þessum texta, svo allir geti fylgst með, þá er staðan svona. Ég: Eitt Feis. Ökukennari: Tvö Feis. Ég vinn.

Sögunni líkur þó ekki þar, kæru lesendur. Á meðan á þessari katóstrófíu stóð flutti ég einnig búferlum með platónska elskhuga mínum, Guðnýju Hrafnkelsdóttur. Eftir mikla og örvæntingafulla leit að stað til að búa á, fjarri glaumi fjölskyldunnar, datt upp í hendurnar á okkur díll, sem var of góður til að vera sannur. Nema að hann var sannur. Feis á íbúðamálaráðherra. Nú höfum við búið um okkur í Vesturbænum, ég sef á bakvið hillu og hún í herbergi og unum við okkur vel.

Ég er bjartsýn. Þetta lítur vel út. Í dag er nýr dagur.

þriðjudagur, október 02, 2007

clueless 


mánudagur, ágúst 06, 2007

Kæru lesendur nær og fjær.

Mig langar til þess að koma á framfæri formlegri afsökunarbeiðni varðandi færsluna "Slæma Stefnumótið" sem rituð var mánudaginn 30. október 2006. Linkur.

Ástæðan er skeyti sem mér barst frá viðfangsefni færslunnar:

Jeg har læst og forstået artikelen som du har skrevet om mig på din blog...
Den hedder "Slæma stefnumótið"
Jeg synes også det var en dårlig date.

Sætningen "Hann horfði á mig eins og ég hefði stungið hníf í hjartað á honum" er forkert! Jeg var ikke vred da du var forsinket, men jeg var måske nervøs.

Også var snakken ikke:

Laurent: Ég hélt þú myndir ekki koma
Katrín: Ha? Jú auðvitað (lítur á klukkuna, jú hún var nýorðin 18.06). Eigum við að koma inn?
Laurent: (hikar) Ég hélt þú myndir ekki koma.
Katrín: Ehh, ég, jú, ég er hérna...

men:

Laurent: Ég hélt þú myndir ekki koma
Katrín: Ha? Jú auðvitað (lítur á klukkuna, jú hún var nýorðin 18.15). Hvorfor er du ikke inde?
Laurent: (hikar) Ég hélt þú myndir ekki koma.
Katrín: Ehh, ég, jú, ég er hérna...

Sætningen : "Ég náði loksins að sannfæra aumingja frakkann með hvolpaaugun að koma inn" er forkert! Jeg ville gerne komme ind. Var bare ved at vente til dig ude!

Også vil jeg gerne at du forklare mig hvad er sjovt mht "Peysa um mitti". Jeg havde trøjen om bæltet, for ikke at betale garderobe...

Jeg forstår ikke hvad er sjovt når du skriver at jeg havde en varm frakke på, hue på, handskere på, osv, mens du havde også det på!!

Mht snakken... Okay jeg har måske alt for meget spørge om Island, men jeg har også stillet spørgsmål om dig, og det har du ikke sagt i din artikel. Men det var ikke så nemt for mig... desuden stillede du ikke så mange spørgsmål til mig... Og hver gang jeg stillede dig et spørgsmål, tænkte jeg "det har jeg spørgt den sidste gang", da jeg fik svaret!

Også de følgende sætningerne var skæg:
"Laurent: (hnífurinn í bakið aftur) What? I told you about when we met.
Katrín: Yes, I know. I just don't remember what...
Laurent: Yes, or maybe you were just too drunk to remember.
Katrín: Eh...no."

Det visdte jeg godt at du ikke var fuld! det var kun spøg!! Faktisk grinede jeg af mig selv...

mht:
"Laurent: Ah! Jech heití Laurent.
Katrín: (jesús almáttugur) yes. very good."
Okay... du kan ikke lide når jeg prøver at snakke dit sprog!

Men jeg synes det var rigtig sjovt da din venninde rang til dig, og du snakkede som om jeg kunne forstå hvad du sagde :)

Jeg kan se at dine venner har meget grinet af mig... Du kunne også skrive at jeg har væltet min øl på bordet. Så kunne dine venner grine mere af mig...

Men tak for din artikel. Nu forstår jeg hvad det har sket, og hvad jeg har gjørt forkert, og hvordan pigerne ser tinger i en anden måde.



Kæri Laurent.

Ég bið þig hér með formlega afsökunar á öllum særandi orðum í þinn garð. Mér þykir fyrir því að hafa vitnað ranglega í þig og sérstaklega þá að hafa hagrætt sannleikanum um þessar níu mínútur. Ég viðurkenni líka að ég var einnig klædd í vetrarföt og gott ef ég var ekki með vettlinga, eins og þú. Þér þakka ég sérsaklega sýndan áhuga á bæði sjálfri mér og föðurlandi og afsaka um leið framkomu mína, enda verð ég að viðurkenna að ég er ekki sérlega sjóuð í stefnumótageiranum. Ég hrósa þér fyrir ótrúlega íslenskukunnáttu og leikni í bæði tal- og skrifmáli. Að lokum vil ég árétta eftirfarandi staðreynd og bið þig að muna hana eins lengi og þú lifir; að sjálfsögðu er alls ekkert að "peysu um mittið" ef það er í sparnaðarskyni!

Kærar kveðjur,
Katrín Björgvinsdóttir

Öðrum lesendum langar mig að segja þetta: Ég er hætt bæði stefnumótum og bloggi.

Inga er yndislegust! Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com